Hæ! Ég bauð kærustunni minni sem ég er búinn að vera með í 4 mánuði á fyrsta almennilega stefnumótið okkar um helgina. Fyrst fórum við út að borða og svo í leikhús og þetta heppnaðist allt mjög vel. Svo þegar þetta var búið bað hún mig um að kíkja til vinkonu sinnar sem átti afmæli og var að halda smá boð því hún ætlaði að kíkja og segja hæ. Ég var alveg sáttur við það og hafði vonað að hún kæmi með mér heim til að kóróna kvöldið með því að fá okkur í glas og hafa það rómantískt. En þá vildi hún vera þar í hálftíma - klukkutíma og svo ætti ég að sækja hana. Hún gerði sér alveg grein fyrir því að ég yrði fúll en vildi samt kíkja. Það varð svolítið rifrildi en að lokum kvaðst ég á að hún færi og ég mindi sækja hana. Það sem mig langar að fá frá ykkur er hvort hún hafi verið sanngjörn eða ég hafi verið að fara fram á of mikið? Ég er 20 hún er 17 og við búum saman heima hjá mér.