Stelpur og Strákar, Stelpur og Strákar (andvarp) þetta hugtak er eldgamalt en ennþá í gildi. Ég er strákur svo ég get ekki hugsanlega skilið stelpur, þetta kyn er ekki frá jörðinni ekki frá Venus heldur, heldur frá fjarlægri vetrarbraut lengts í hina áttina heldur en þið hugsið ykkur. Stelpur eru óútreiknanlegasti hlutur í heimi. Við erum búin að kljúfa atómið, við höfum farið út í geim, við höfum lennt á tunglinu, við höfum kannað sjóinn mestallan og getum nú séð vetrarbrautir mörg þúsund ljósár í burtu, við klufum hljómúrinn og bjuggum til atómsprengjunna.
EN VIÐ ERUM EKKI BÚIN AÐ FATTA KVENMANNIN.
Einn daginn er hún hvít og einn daginn svört (ekki í rasistalegu hugtaki heldur heimspekilegu hugtaki) Einn daginn er, segjum að hún heiti Guðrún glöð og ánægð, svo á svipstundu er hún leiðinleg og í fýlu. Stelpur eru meiri óútreiknanlegri en Íslenskt veður.
Við strákar viljum bara fá þetta út. Getur einhver ykkar gefið út bók um hvernig þið hugsið. Við strákar viljum endilega vita hvernig þið hugsið. Það hefur verið pæling í hausnum á mér hvort þið hugsið á öðru tungumáli en sem er þekkt á jörðinni og er erfiðari en Danska. Við strákarnir verðum búnir að finna Atlantis áður en við byrjum að fatta ykkur stelpurnar.

Ég er venjulegur 16 og 1/2 ára strákur, fýla kvikmyndir og er feitur. Ég er alltaf góður við stelpur þegar ég er með þeim (þá bara í skólanum) Ég hef aldrei átt kærustu. Ég horfi á vini mína og það er auðvelt fyrir þá að ná sér í eina. Hvað er ég að gera rangt, ég er góður, tilfinningasamur, miskunarsamur og mikill knúsari. Er það ekki það sem þið stelpurnar viljið. Ég hef lifað í þeirri trú og ætla ekki að hætta því fyrr en ég hina réttu.

Hvað hugsið þið, hvað viljið þið, eruð þið með sömu tilfinningar og við. Það ætti að gera mynd um ykkur stelpurnar sem M. Night Shyalman (leikstjóri Signs, The Sixth Sense) ætti að taka að sér.
Hún ætti að heita “A girly mind”

Ég vildi bara þakka fyrir mig og segja: Ef þið viljið að við strákarnir opnum okkur, gerið þið það fyrst.

Takk Fyrir

Gullbert