jæjja… þá er allt búið! :( systir mín og maðurinn hennar eru að fara að skilja! kræst! ég er ekkert smá fúl.. ég meina.. það eru sko 5 mánuðir síðan þau giftu sig.. eða á 17. júní.. og brúðkaupið þeirra var bara það yndislegasta og fallegasta sem ég hef á ævinni séð!! og ég fór alveg að hágrenja í kirkjunni því systir mín var svo æðislega falleg og þau voru eitthvað svo ótrúlega hamingjusöm að það var bara frábært. svo var veislan alveg meiriháttar! alls konar skemmtiatriði og allt geðveikt flott. en nú eru þau víst að skilja.. og það er bara þvílík óhamingja í allri fjölskyldunni.. og ég er að deyja ég vorkenni svo manninum hennar því hann vill ekkert skilja.. hann er alveg til í að gera hvað sem er í heiminum til að láta þetta ganga.. en neinei.. hún er svo skrítin (systir mín) það er ekkert nógu gott fyrir hana! ég skil þetta ekki! svo eiga þau stelpu sem er að verða fimm ára.. og þetta verður ekkert smá ógeðslega erfitt fyrir hana.. ég er alls ekkert að segja að þau þurfi að vera saman bara útaf henni.. ég meina .. systir mín segir bara að hún sé ekki nógu mikið hrifin af manninum sínum.. og þau voru búin að tala um þetta fyrir stuttu og ákváðu að reyna aftur og svo núna er aftur allt orðið ömurlegt! ég bara næ mér ekki sko :/ þau virtust alltaf svo hamingjusöm og bara pössuðu ekkert smá vel saman og allt.. auðvita þrættu þau annað slagið.. en ég meina það var ekkert alvarlegt. æji mér finnst þetta bara svo ótrúlega sorglegt að ég er að farast!
af hverju er lífið svona erfitt fyrir suma? .. lætur allt líta vel út og svo bara allt í einu .. BÚMM! og allt er ómögulegt!
díses.. ég er farin að bulla.. vildi bara deila þessu með ykkur.. svona fyrst ég sendi inn grein áður um að þau ætluðu að reyna aftur og svona…

sorgarkveðja

GIZ