Ég skildi það í raun, ekki fyrr en í gær, hvað ég er svo langt frá því að vera kominn yfir sambandið við fyrrverandi. Þetta var bara með því óþægilegasta sem ég hef gert yfir ævina. Ég var semsagt heima hjá fyrrverandi og syni okkar frá miðvikudegi. Ég gisti bara á dýnu á gólfinu inní stofu en þetta var óþægilegra en allt! Ég elska hana ekki lengur, en það er samt tilfinning, einhver tilfinning, þarna til staðar. Ég, og við, höldum bæði að það verði ekki neitt hjá okkur… en það væri samt frábært! Þetta er geðveikt skrýtið… ég veit, en bara. Ég var bara svo ástfanginn af henni… Svo er líka annað að mig langar endalaust að vera með syni mínum. Það væri rosalega þægilegt ef við næðum aftur saman… þá þyrfti ég ekkert að fara vesenast við að finna mér aðra konu! Svo er eitt enn… ég hef sofið hjá annarri eftir að við hættum saman… og ég hélt að ég væri tilbúinn til þess (einn vitlaus) en það hefur bara eyðilagt mig geðveikt! Ég sé endalaust eftir því, það var bara einu sinni ekki gott, og ég er með “human-size” sár á sálinni! Ég ætla ekki að eyða hálfri ævinni í að vera í ástarsorg… og ekki heldur að verða geðveik drusla… ég bara veit ekkert núna! Hún (x) vildi óska þess að hún elskaði mig, vegna þess að við værum svo góð fyrir hvort annað (segir hún), en það er bara ekkert að gerast… Ég held að ég vilji hana ekki aftur en annars er ég bara stórt spurningamerki!!! Viljið þið nú bretta upp á ermarnar og hjálpa mér aðeins… Ég get ekki sagt henni mínar tilfinningar, því að það flækir hlutina endalaust! og ég get ekki farið að reyna að breyta mér… þá væri það ekki ég. og svo er eitt enn að ég vill ekki vera svona ósjálfbjarga!
Endalaus sápa!!!
Gromit