Það er mál með vexti að ég er ungur maður, og held að ég sé ástfangin af algjörum engli!

Vandamálið er að ég á ofboðslega erfitt að segja falleg orð við hana, þið vitið öll, þessi fallegu orð; “ ég elska þig o.s.frv. ”

Ég geri mér vel grein fyrir að ég er frekar bældur á þessu sviði, þau voru sjaldséð þessi orð á mínu heimilli og í raun enginn kærleikur til staðar. Í hinum ýmsu samböndum mínum hef ég verið sú týpa sem hleypur í burtu þegar mér finnst hlutirnir vera of nánar, Skiljið þið hvað ég á við?

Þetta er einhver sjálfseyðingarkubbur sem hefur verið gróðursettur lengst inní stóra hjartanu mínu.

Mig langar ekki að gera sömu mistökin aftur, mig langar ekki að særa, mig langar að opna mig, og geta talað frá hjartanu;

SAGT ORÐIN

Æi einhver ráð!

MIlljón þakki