ég er með smá vandamál, þannig er mál með vexti að alltaf þegar ég fer að djamma með kærastanum mínum og vinum hans eru vinir hans alltaf að reyna við mig… ég veit í rauninni alls ekki hvernig ég á að hegða mér, yfirleitt er kærastinn minn orðinn svo fullur að hann tekur varla eftir þessu eða einhvers staðar annars staðar. Það er samt aðallega einn vinur hans sem gerir þetta og hefur hann spurt hvort ég vilji ekki koma með honum heim og hvað ég sé að gera með þessum aula (kærastanum mínum). Ég vil helst líta fram hjá þessu, en vil alls ekki hætta að djamma.. málið er að við hittum vini hans alltaf á djamminu. Ég sagði kærastanum mínum frá því sem vinur hans hafði sagt við mig, og nú er hann að íhuga málið hvað hann ætlar að gera…. Hvað finnst ykkur um þetta???
Hvað á ég að gera??