Ég hef verið að hugsa mikið um vináttu upp á síðkastið og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að ég á ekki góða vini. Fyrir utan kærastann minn sem er algjörlega yndislegasta veran á þessu jarðríki, en hann er minn besti vinur. En svona þar fyrir utan þá á ég ekki góða vini.
Vinir er það ekki fólk sem á að standa með manni í gegnum súrt og sætt, vera til staðar fyrir vini sína þegar þeir þurfa á að halda ?
Allaveganna þá þekki ég þetta ekki frá vinum mínum. Það er þannig með mína vini að um leið og maður er búin að snúa sér við þá er byrjað að baktala mann. Það finnst mér mjög sorglegt, og þegar þau eru að baktala aðra í minni viðurvist þá tek ég nú ekki þátt í slíkum skrípaleik !
Svo er það þannig að það er mjög margt að gerast í mínu lífi núna og það virðist ekki sem að nema einn af mínum vinum geti samglaðst mér, svo furðulegt sem það kann að virðast.
Svo finnst mér einnig sem að ég sé búin að missa æskuvinkonu mína, við tölum varla saman lengur og ég treysti henni ekki lengur fyrir mínum innstu hugsunum og þrám.

*niðurdregin*

Mig langaði bara að deila þessu með ykkur, takk fyrir að lesa

Alfons
-Song of carrot game-