Fólk er alltaf að spá í hversvegna þessi er með þessum og bla, bla bla. Ég er sjálf mjög falleg kona og þegar ég var yngri var alltaf verið að velta sér uppúr því afhverju ég væri með þessum, afhverju ég reyndi ekki betur, afhverju ég gerði ekki þetta og hitt. Málið er að ég held að fólk ætlist til þess að myndarleg stelpa velji sér myndarlegan strák. þannig er þetta bara, afhverju skil ég ekki. Fólk er ekki eins að spá í þetta hjá þeim sem líta ekki eins vel út, hversvegna skil ég ekki heldur.
Mín skoðun er sú að allir séu fallegir, bara mis mikið. Það hafa allir eitthvað fallegt að bera og það er hægt að finna það hjá öllum. Maður þarf bara að vera opinn fyrir því. Ég er til dæmis sú týpa sem fer frekar eftir innra eðli persónanna og vel mér kærasta eftir því. Sem sagt afþví að ég valdi mér ekki einhvern súkkulaði gæja, heldur varð ástfangin af persónuleika hans, þá fór fólk að velta því fyrir sér hvað ég væri eiginlega að spá og svoleiðis kjaftæði.
Og það að fallegar stelpur velji sér alltaf einhverja lúsera er bara kjaftæði. það eru ekkert frekar þær allra fallegustu sem gera það frekar en hinar. Ég meina þeir hljóta að hafa eitthvað sem heillar þær, þó svo að við hin sjáum það ekki. og hvað með karlmennina, þeir lenda alveg eins í því sama, velja sér einhverjar algjörar gribbur. Spáir enginn í það eða hvað??!!
Ef að persóna er falleg að innan, þá verður hún falleg að utan líka þegar maður fer að sjá það sem hún hefur að geyma. Þannig er allavegna mín reynsla. Og mér finnst innri persónan skipta svo miklu meira máli heldur en ytra útlitið.