Ótrúlegt en satt… en er ég að spá… Það virðist alltaf vera þannig að þegar það er pabbahelgi hjá mér, þá vek ég alltaf fyrrverandi, einhverntímann eftir hádegi. Það er ekkert svo skrýtið, heldur það að hún skuli nota þessar helgar til þess að djamma þvílíkt og koma heim undir morgun!!! Þegar við vorum ennþá saman þá var hún ekkert fyrir það að fara út að djamma, ekkert fyrir það að fara út úr húsinu! og bara óhamingjusöm og allt glatað… En svo núna þegar við erum skilin þá fer hún á djammið aðra hverja helgi, og sefur langt fram eftir degi… skrýtið! Hún hefur greinilega verið svo geðveikt óhamingjusöm að hana hefur líklegast ekki langað til þess að hitta neinn nema son sinn! Þetta virkar bara svo skrýtið á mig, vegna þess að hún er að gera hluti sem gerðust aldrei þegar við vorum saman… Maður er bara óvanur því að hún skuli yfir höfuð sofa fram yfir hádegi… Ég er ekkert að segja að hún eigi ekki að gera þetta, það ætti ekki við, því ég geri þetta!
Skrýtið…
Gromit