Það er mjög oft þannig hjá mér að mig langar til þess að koma kærastanum mínum á óvart og t.d. gefa honum eitthvað sætt og fallegt. En þegar ég hugsa um hvað ég gæti gefið honum þá dettur mér aldrei neitt í hug :( þannig að sjaldnast verður að því sem mig langar til þess að gera. Það er nefnilega þannig að mér finnst oft óþolandi að hugsunargangurinn sé alltaf þannig að kærastinn eigi að vera rómantískur við kærustuna og hann eigi að færa henni blómin og allt það en ekki öfugt en svo virðist sem ég sé einhver jafnréttissinni :) minnsta kosti finnst mér að jafnt eigi að ganga yfir báða. Það er stundum svo erfitt að tjá tilfinningar sínar (ekki halda að ég sé rosalega heft manneskja) þ.e.a.s. manni langar ekki alltaf að segja með orðum því þá getur það orðið svo merkingarlaust. Maður getur heldur ekki alltaf tjáð akkúrat það sem maður vill allavega það er mín tilfinning. Kannski ég hafi bara svona lélegan tjáningamáta og orðaforða ;)