Ef að það er eitthvað sem ég þoli ekki, í þessum heimi, þá er það kaldar tásur!!! Ennþá verra eru kaldar tásur þegar maður er að fara að sofa. Það er vísindalega sannað að maður sofnar ekki þegar manni er kalt á tánnum!!! Ég lenti í þessu í gærkvöldi. Fór upp í rúm með kaldar tær. Eftir að hafa legið uppi í rúmi í korter án þess að sofna, var mér nóg boðið. Ég fór úr rúminu, skipti um lak og sængurver, setti í eina þvottavél (það er satt, ég er einn af þeim sem eru að verða útdauðir… menn sem kunna á þvottavélar!!!), fór svo í heita sturtu. Þegar ég var búinn í sturtu, var mér heitt á tánnum, hreint á rúminu, þannig að ég skreið tandurhreinn upp í hreint rúmið og sofnaði eins og skot. Það eru svona hlutir sem gefa lífinu gildi… að takast á við eitthvað sem maður þolir ekki, og gera það að einhverju góðu… Bara smá dæmisaga!
Hreinn og sætur
Gromit