Ég sendi grein hér um daginn (fyrir 2 mánu or so) og þá var ég að tala um “my first ”lost“ love”. Um hvað ég væri fúll útí hana og eitthvað svoleiðis og ég hef alltaf verið að reyna að finna aðra stelpu til að reyna við en bara ég hef engann áhuga á annari en henni :(
Þannig núna langar mig til að spyrja ykkur huga fólk: Haldið þið að ég ætti að byrja að reyna aftur við fyrrverandi kærustuna mína (sem að mig grunar að hefur ósköp lítinn áhuga á mér)

Seinast þegar ég talaði við hana sendi ég henni sms og spurði hvort að hún og vinkona hennar væru í fílu útí hvor aðra. Og það sem hún svaraði mér var “AFHVERJU ÞEGAR EITTHVAÐ GERIST ÞÁ HELDURU AÐ ÞAÐ SÉ ALLTAF MÉR AÐ KENNA” svo sendi hún strax eftir “OG HVAÐ ER AÐ ÞVÍ AÐ ÉG SÉ MEÐ (sem vinkona) ****”. Og þá reyndi ég að segja henni að ég væri ekki að kenna henni um neitt en ég hef það á tilfiningunni að hún virkilega hati mig núna :/ Þannig ég hef verið að tvístíga og áhvað að fá annara manna álit. Ég sagði við hana bara (því að mér fannst sem hún vildi ekkert tala við mig eða neitt) að ég myndi taka hana úr símaskránni (sem ég gerði) svo að ég myndi nú láta hana í friði. Og þá svarði hún “Oh en heppin ég, ég tók þig úr skránni minni fyrir löngu”

Þannig eins og ég sagði fyrir ofann þá er ég nú bara að spá hvort að ég ætti að byrja að reyna við hana ef ég hitti hana á djamminu eða bara gleima henni og move on eins og ég held að hún hafi gert fyrir löngu…?