Hinn fullkomni kærasti ..?

Ég ákvað að senda inn grein vegna „greinainnsendingum..“ að hugmynd ikea..

Ég hef nú reyndar bara verið í einu sambandi, og það er núverandi samband. Við höfum verið saman í eitt og hálft ár sem hefur vægast sagt verið æðislegt. Hann virðist skilja allar mínar þarfir og langanir og ég vona að það sé gagnkvæmt.

Það var sérstaklega skemmtilegt að þegar við byrjuðum saman þá vorum við í skólanum og höfðum svona skápa, og hann sendi mér gjöf sem hann batt við lásinn á skápnum mínum, yeah way to melt a girls heart .. haha.. En ég held virkilega að í þessu sambandi sé ég eins hamingjusöm og venjuleg manneskja getur orðið, og ég er virkilega farin að trúa að þetta sé ást.

En hann hefur mikinn áhuga á hljóðfærum og er virkilega góður hljóðfæraleikari. Hann gaf mér gítar í afmælisgjöf og það gladdi mig svo, af því að þetta var svona tilraun til að vekja minn áhuga á hans áhugamáli. Hann kemur mér stundum á óvart með því að við erum td. Búin að ákveða að hann komi til mín og við bara tjillum aðeins horfum á sjónvarpið og svoleiðis.. þá mætir hann með rós handa mér… i just love iiiit ! ..

Og þegar ég er geðveikt þreytt að vinna og búin að vera að vinna í kannski 12 tíma, þá mætir hann og hjálpar mér að loka staðnum, bara svona af því bara..

Og þegar hann kyssir mig þá líður mér eins og ég svífi um á bleikum skýjum langt fyrir ofan alla aðra og allt annað, ath þetta á sér ennþá stað núna eftir eitt og hálft ár….!

Tala nú ekki um að í kynlífinu, þá er hann svo vel fullnægjandi (má segja svona hér?).. hann er blíður og ljúfur elskhugi sem kann svo á mig alla, … *roðn*
Og ekki truflar útlitið hans mig, hann er alveg eins og ég ímyndaði mér draumaprinsinn minn vera.. blá augu, ljóst hár, 177 cm á hæð.. alveg í góóóðu líkamlegu formi (6pack og slíkt..)


Ég held virkilega að maður geti ekki ætlast til neins meira … er það ?

Stelpur/strákar, hafiði lent í svona dýrgrip ?
it is amaaazing, endilega deila sínum sögum ^^,
bara… tjá tilfinningar og skoðanir :) ..