Sönn ást - draumaprinsinn er til! Lífið sýnir á sér ýmsar myndir, sumar eru slæmar og aðrar góðar en allar fara þær í reynslubankann. Þegar manni finnst allt vera í rústi - þá getur lítil ljósglæða komið fram í myrkrinu og svo umbreyst í bjart og fallegt ljós sem fyllir líf manns af hamingju og gleði.

Ég hélt alltaf að í samböndum væri eðlilegt að rífast, að það væri eðlilegt að maður sæi marga galla á hinum aðilanum og að ástin dvínaði og áhuginn á hinum aðilanum með tímanum. Ég trúði heldur ekki að maður gæti fundið hinn raunverulega draumaprins (eða a.m.k fannst mér mjög ólíktlegt að af öllu fólkinu í heiminum myndi maður rampa á þann sem hentar manni fullkomlega!) - einhvern sem maður geti ekki hugsað sér að breyta neitt og að hann elski mann jafnmikið og að maður elskar hann - því trúði ég ekki. Ég hafði rangt fyrir mér.

Ég byrjaði með draumaprinsinum mínum fyrir nokkrum mánuðum. Ég hefði aldrei getað trúað að maður gæti orðið jafn hamingjusamur og ástfangin. Ég get ekki hugsað mér að breyta honum neitt - hann hentar mér fullkomlega. Hann er hlýr og góður, fyndinn og skemmtilegur. Hann yrkir dásamleg ljóð og er bara yndislegasti maður sem ég get hugsað mér. Lífið er eins og einn risavaxinn draumur - allt er frábært.

Þetta ljóð samdi hann til mín núna á seinustu dögum og færði mér í gær.

Sönn ást

Fyrir þig ég fremja myndi glæpi
ef fengi ég að dvelja æ hjá þér.
Án þín get ég ei mér hugsað lífið,
því ást til þín ég sanna í brjósti ber.

Þú minnir mig á fagran svan sem syngur
af sannri gleði um ævintýrin sín.
Ég elska þig af öllu mínu hjarta
og óska að þú verðir ávallt mín.

Ég hreifst af þér um leið og okkar leiðir
lágu saman þetta sumarkvöld.
Nú engum dylst að dýrðleg stúlka hefur
að dyrum minnar ástar lyklavöld.

Til framtíðar ég fært mér sé að horfa.
Þar farsæld ríkir - á því hef ég trú.
Því eitt ég veit, að einskis þarf að kvíða
ef einhvers staðar hjá mér verður þú.