Veit ekki alveg hvernig ég á að orða þetta en ég reyni einhvernveginn.
Málið er það að einn strákur sem ég var að hætta með er búinn að fara illa með mig í gegnum tíðina, en einhvernveginn af einhverjum fáranlegum ástæðum þá get ég ekki hætt að hugsa um hann. Ég reyni og reyni að hætta því, mig langar að vera alveg sama og mig langar ekki að líka vel við hann, en það virkar ekkert hjá mér, sama hvað ég reyni.

Mig langar einhvernveginn alltaf til að vera hjá honum, þar sem mér líður alltaf vel hjá honum, hvar sem við erum, þá finn ég eitthvað sem ég hef aldrei fundið og finn ekki þegar ég er með einhverri annari manneskju. Ég sakna þess.

Þegar ég tala við aðrar vinkonur mínar, sem eru nýhættar með kærastanum sínum kanski eftir einhvern tíma, er eins og þær komast yfir það á stundinni, af hverju get ég það ekki ?

Mig langar svooo að hætta að hugsa um hann ! Getur einhver hjálpað mér, því ég veit að við getum ekki verið saman, því ég vil ekki þurfa að ganga í gegnum þetta aftur. Ég veit að ég meika ekkert sens, en plís ef einhver veit hvert ég er að fara getur hann ráðlaggt mér eða hjálpað mér einhvernveginn með þetta því þetta er alveg að fara með mig !

Ég er alltaf að rifja upp þessar góðu minningar okkar saman og stundum fer ég að gráta þegar ég hugsa of mikið um hvað mér leið vel á þessum góða tíma okkar saman. Ég var mjög oft leiðinleg við hann þá en hann hélt samt áfram. Svo fékk hann nóg og þetta varð svo einhvernveginn þannig að þetta snerist við, hann varð leiðinlegur við mig.

Einhvernveginn er ég svo ógeðslega reið út í sjáldan mig að líka vel við hann og vilja vera hjá honum því hann særði mig .

Æ vá, veit ekki hvað ég get sagt meira, en mér vantar einhver ráð, ég meika þetta ekki, ég verð að komast yfir þetta, ég verð að hætta að hugsa um hann !!!
Einhver ráð eða hjálp ?

Rosastelpa