Ást eða vani? Já sambönd… eitthvað sem margir geta ekki lifað án.. sumir vilja ekkert hafa með og forðast þau… og enn aðrir þrá þau en aldrei fá?

Ég spyr sjálfa mig stundum að því… þegar fólk hefur verið saman í langan tíma (mislangan þó) hvort er það þá saman út af brennandi ást eða bara vananum…? Ég hef reyndar litla reynslu.. hef einungis verið í einu virkilega allvöru sambandi þannig að ég veit lítið um það… en sambandið sem ég er í núna verður bráðum þriggja ára og ég spyr mig oft í því hvort ég sé í því út á ástina eða vanann!

Það er visst öryggi að vera í sambandi… Það er alltaf einhver þarna sem að hugsar um þig og er með þér.. þú ert ekki einmanna einhversstaðar og þarft ekki að ganga í gegnum hluti ein… sefur með einhvern hjá þér og hefur einhvern að spjalla við ef þú ert föst inní húsi vegna óveðurs eða eitthvað þess háttar! Það er einhver sem þráir þig og vill þig… einhver sem að elskar þig.. finnst þú falleg! Þú þarft ekki að gera þig sæta… þú þarft ekki að leita að góðum og myndarlegum mönnum.. þú bara ert í sambandi og getur verið eins og þú ert.

En ókostirnir… Maður er sjaldan einn… hættir að vera oft einstaklingur og verður eiginlega bara partur af öðrum… fólk hættir að ávarpa mann a.m.k sem einstakling… maður er alltaf bara “Helga og Jón” eða eitthvað álíka… Ég fékk samúðarkveðju um daginn vegna ömmu minnar.. og kærastinn minn var nefndur… þetta var ekki amma hans, hann þekkti hana ekkert en samt var þarna samúð til hans! Maður hættir að t.d. hanga í tölvunni langt eftir nóttu eða dundast eitthvað inní herbergi hjá sér þegar allir sofa… því að maður bara gerir það sama og makinn… eða hann það sama og þú! Mig hryllir bara við þeirri hugsun að vera ekki einstaklingur… að vera háður einhverjum öðrum. Þegar maður fer svo í burtu, kannski heim yfir helgi.. þá umturnast maður allgjörlega og breytist aftur í einstaklinginn og gerir allt sem manni dettur í hug… þarf ekki að ráðfæra sig við neinn eða spyrja að neinu… bara fer út þegar maður vill og gerir það sem maður vill! Yndisleg tilfinning…

En af hverju er maður þá í sambandi? Er það út af þessu öryggi sem maður á að finna fyrir í eðlilegu sambandi… er það að vera elskaður… trúir maður því að það sé ekkert betra þarna úti eða hvað er það? En auðvitað vil ég koma því fram að samböndin eru auðvitað jafn ólík eins og þau eru óteljandi… sumir flytja fljótt inn til hvors annars.. aðrir halda sig á sitthvorum staðnum í langan tíma.. jafnvel nokkur ár… enn aðrir eru í fjarsamböndum og svo má lengi telja… þannig að það sem ég kom með dæmi áðan.. eru alls ekki hjá öllum og kannski bara dæmi frá mér…


Það eru ábyggilega margir ósammála mér… ég er ekki óvön því… en þetta eru bara mínar pælingar, kannski ekki mjög rómantískar pælingar… en þær tengjast rómantík þó á sinn hátt.