Um daginn birtust hérna nokkur orð um tvo drengi sem voru á ferðalagi með sófa í miðbænum! Ekki var ég nú vör við þá, en hinsvegar var ég vör við hvítann sófa sem búið var að koma fyrir á túninu við Austurvöll í dag. Þar sem ég er að vinna hérna niðrí miðbæ, hafði ég ágætis útsýni yfir þetta. Ekki leið á löngu þar til nokkrir af miðbæjarrónunum okkar voru búnir að tilla sér í sófann og létu fara vel um sig. Ég gat ekki betur séð en að þeir kæmust á ágætis séns með kvennfólki þarna í sófanum. En það stóð ekki lengi yfir. Stuttu seinna kom lögreglan og fjarlægði allt gamanið! Mér fannst hinsvegar sófinn afskaplega rómantískur og setja skemmtilegan svip á miðbæinn í hádeginu!