Ég hef lengi velt ástinni fyrir mér eins og svo margir aðrir og velt mér mikið upp úr þessum efnum og rætt við hina og þessa aðila… Mig langar að skrifa aðeins um þessa mögnuðu setningu “Ég elska þig” og hluti sem snúa að henni…

Maður sér oft í þessum týpísku bíómyndum að fólk verður hrifið að hvoru öðru og svona, og einhvernveginn virðist fólk alltaf vera að flýta sér eins og óðir menn að segja “ég elska þig” og enda svo í einhverju kossaflensi… En þetta er Hollywood…

Snúum okkur svo að Íslandi. Hér heima er fólk alltaf að passa sig á því að missa ekkert út úr sér og vera ekki of fljótfært til að einfaldlega fæla ekki hinn aðilann frá… Hvenær er maður hrifinn af einhverjum og hvenær er maður ástfanginn? Hvenær verður hrifning að ást? Þessarri spurngingu held ég að séu til óteljandi svör við, en ég ætla að skjóta á nokkur.

Ást er þegar…

Þú gætir horft á manneskjuna endalaust.
Þú gætir hlustað á manneskjuna endalaust.
Þú gætir aldrei hugsað þér að gera manneskjunni neitt illt.
Þið gerið eitthvað fallegt fyrir hvort annað án tilefnis.

Og svona mætti lengi telja.

En aftur að þessarri mögnuðu setningu “ég elska þig”

Í hinni stöðluðu amerísku kvikmynd reynir fólk að gubba þessum orðum eins fljótt og unnt er út úr sér og treður helst puttanum ofan í kok til að flýta fyrir því.

En hér á Íslandi er öldin önnur, hér situr fólk á þessum orðum eins og drekar á fjársjóði og vill helst aldrei þurfa að kveða þennan dóm upp. Sem dæmi má taka spurningar álíka þessum sem hafa komið á korkana hér á /rómantík:

“Hvenær má maður segja ”ég elska þig“?”
“Hvenær er nógu snemmt að segast elska hinn aðilann?”
“Hvenær er maður ekki hrifinn lengur og byrjaður að elska?”
“Er til ást við fyrstu sýn eða er það bara hrifning og ást áunnin?”

Af hverju er þetta? Ég er með tilgátur.

Gæti það verið út af hræðslu við að vera að flýta sér of mikið?
Gæti það verið út af því að fólk er ekki visst hvort það sé bara hrifið eða elski?
Gæti það verið út af því að fólki finnst vera svo mikið bil á milli ástar og hrifningar?

Mér finnst þetta persónulega allt geta verið rétt en ég held að nr. 1 eigi best við mig, og það er eiginlega nr.3 að kenna… Ég kannski held ég sé ástfanginn því mér finnst mikil hrifning = ást, en er ekki viss um að hinum aðilanum finnist það sama.

Hvað finnst ykkur Hugarar? Koma svo og segja sína skoðun og starta smá umræðu um þetta.