Mistök mín? Nei, ég hef ekki haft tækifæri á að elska, ég hef ekki verið elskuð, ekki fundið fyrir hlýju, kann ekki að bregðast við svona tilfinningum.

Lífið er eins og gleiraugnabox, þau geta opnast og lokast, en inní er eitthvað brothætt, og ef maður missir það í gólfið þá brotnar það, kannski marga hluta, en þótt brotin séu límd saman, þá verða þau aldrei heil aftur.

Ég hef einu sinni haldið að einhver elskaði mig, en hvað var það? Hann laug að mér, var bara að gera grín. Grínið getur farið út í öfgar, ég hélt. Ég hélt að hann væri eitthvað hrifinn.

Tækifærin sem hafa glatast og ég tapað, þau eru óteljandi, þau eru eins og stjörnurnar á himninum, maður þarf að hafa margra ára stærðfræði kunnáttu til að átta sig á fjöldanum. Alltaf haldið, alltaf þráð, alltaf reynt, en aldrei getað. Ég hef verið blind, ég sá ekkert annað en hann. Ég spjallaði við hann, hann var fínn, svo fór hann að hafa meira áhuga á mér, farinn að hringja og svona, annars rákumst við bara á hvort annað úti á götu. Síðan var hann bara eins og allir hinir. Hann laug, sagði svo hann fengi.

Að vera ég er ekki erfitt, en það er erfiðara að setja sig í spor mín. Ég hitti strák á djamminu, já, hann gaf mér bjór, ég bað hann um það. Svo hvíslaði hann hlutum í eyrað á mér, hluti sem ég vildi ekki heyra. Hann káfaði á mér. Þá skvetti ég bjórnum framan í hann og gekk í burtu, án nokkurs vafa um að vita hvað þessi strákur vildi. Ég fór aftur á djammið stuttu seinna, og hellti mig fulla. Ég er ekki svona manneskja sem drekkur mikið, en í þetta skiptið gerði ég það, ég var yfirgefin, vinkonur mínar fóru án þess að yrða á mig. Ég man samt ekki allveg hvað gerðist, en mér leið ekki vel daginn eftir, lá upp í rúmi hjá ókunnugum karlmanni, búin að glata sakleysinu.

Ég fór burt án þess að segja nokkuð. Ég var þó allveg viss um að hann hafi misnotað ástand mitt. Ég gerði nú ekki stórmál úr því, bað vinkonur mínar um að passa mig aðeins næst. Þótt ég hafi beðið þær um að passa mig þá var ég ekki á því að biðja þær um það í þetta skiptið. Ég hafði hitt voða sætan strák. Hann var með útlitið í lagi, fínn persónuleiki og hann var bara, draumur í dós. Já, eins og til ætlaði, þá fórum við á djammið saman. Hann passaði mig og ég passaði hann.

Nokkrum dögum seinna vorum við allt í einu farin að þurfa að hittast, ég þurfti að fá hann til mín, þurfti að kyssa hann smá, þurfti að kúra hjá honum þangað til að klukkan var langt gengin í 2 um nótt. Hann tjáði mér ást sína á mér, en mér fannst óþægilegt að þurfa að heyra það. Ég var búin að halda að ég fengi strák eins og ég fæ alltaf. Lygarar. Kannski er guð að spila með mig?

Ég flutti inn til hans. Það hlaut að koma að því að ég fengi mér almennilegan mann. Þetta gekk bærilega fyrstu vikuna, en þegar langt var liðið á þá öðru þá fékk ég að finna fyrir því hversu slæmur hann var í raun og veru. Hann lemur. Hann sparkar, hann rífur, hann brýtur.

Með glóðarauga gekk ég burt, með fulla tösku af fötum og rakt andlit af tárum.

Traust, ást byggist á trausti. Sambönd byggjast á trausti og ef traustið er ekki til staðar, þá máttu gleyma því.

Ég treysti ekki, ég get ekki elskað.

Með fulla tösku af fötum og glóðarauga sest ég á gangstéttina og ímynda mér hvernig lífið væri ef það væri svart/ hvítt.




Christiana