Einkvæni, fjölkvæni..? Fleiri og fleiri pör leita eftir því að sveigja reglurnar um hefðbundna skuldbindingu.
Oftar er ég að sjá pör sem hafa gefið hvort öðru leyfi til þess að halda framhjá, svo lengi sem þau að vita það áður, og með hverjum. Og þetta er orðið það algengt að flestu fólki finnst þetta allt í lagi. Þetta er einfaldlega kallað að breyta skilgreiningunni á einkvæni svo það hagnist þínum þörfum.
Ég las grein um par um daginn sem að aðhyllist þetta nýja “trend”, það var þannig að konan þurfti að vinna um kvöldið svo að eiginmaður mátti koma með aðra kvensu til að fullnægja þörfum sínum, einu skilyrðin var að taka mynd svo að hún gæti séð þær seinna.
Það er kannski erfitt að vera ekki smá hissa þegar að maður heyrir um svona samkomulag.. En ef að maður myndi kannski taka sér smá tíma í að hlusta á það sem þetta fólk hefur að segja myndi maður byrja að skilja.
Sambönd hafa breyst meira seinustu 30 ár en þau hafa gert seinustu 3000 ár.
Sambönd eru ekki lengur þannig að karlarnir komu með matinn og unnu fyrir heimilinu á meðan konan sat heima, hjónaband er núna skilgreint sem tveir sjálfstæðir einstaklingar sem taka sínar eigin ákvarðanir, nú þegar að konan hefur eitthvað að segja má kannski segja að sambönd hafa orðið nánari.
Það er alltaf að verða auðveldara og auðveldara að halda framhjá(betri getnaðarvarnir, viðskiptaferðir, netið og símarnir). Konur er sífellt sáttari við að kanna kynferðislegu þarfirnar sínar.
Þessar nýju hugmyndir um hjónaband hefur orsakað meiri væntingar gagnvart samböndum, meiri væntingar leiða til meiri vonbrigða sem geta leitt til sambandsslita.. Nema að fólk kanni ástarlífið sitt.

Ég hef mikið verið að pæla í einkvæni og fjölkvæni. Nú er ég umkringd pörum sem eru með allskonar samkomulag og ef farið er út fyrir það er sambandinu stefnt í hættu. Er það orðið þannig nú til dags að það er kannski ekki hægt að vera með einum allt sitt líf? Er það þannig að þegar þú telur þig hafa fundið þann eina rétta, verður að byrja á því að gera svona samkomulag svo það splundrist ekki? Ég hefði nú ekki haldið það. Bæði ég og kærastinn minn erum sátt við að hafa bara hvort annað. Við vitum bæði að við höfum ekki taugarnar í að vera hugsa um hinn aðilann með einhverjum öðrum. En sumt fólk hefur það, og er það bara gott mál.. Ég er ekki styðjandi þessa nýja hugtaks flexogamy en ég get samt ekki sagt að ég skilji það ekki, því ég skil það fullkomlega. Sumt fólk er einfaldlega ekki eins manns kona eða einnar konu maður.

Vildi endilega koma þessu að, ég veit ekki hversu margir kannast við þetta eða þekkja pör með svona fyrirkomulag.

En hvað finnst ykkur? Væruð þið til í svona samkomulag með ykkar kærasta/kærustu?