Jám, ég veit ekki alveg afhverju ég er að þessu, ég fékk bara allt í einu alveg rosalega löngun til þess að segja frá minni fyrstu ást.Við erum reyndar ennþá saman, en við eigum okkur virkilega langa sögu.

Við kynntumst fyrst í 8. bekk.. voða kjánalegt allt í kringum hvernig við byrjuðum að tala saman, En við allavega lentum saman í bekk í 8. bekk. Fórum stundum að hanga saman og svona, en alltaf með fult af fólki. Ég var þessi “vinsæla” týpa og alltaf með úber gelgjustæla. Hann var litla dúllan sem var vinur allra, pinku lítill og ótrúlega sætur, hann var meira að segja minni en ég (og ég er ekki beint þessi hávaxna týpa). Þegar við kynntumst fyrst þá varð hann alveg rosalega hrifinn af mér. Ég vissi það alltaf en vildi ekkert tala um það við hann, enda hafði ég engann áhuga á honum greyinu. Við urðum svo bestu vinir og Mér þótti óendanlega vænt um hann! Elskaði að knúsa hann og hanga með honum og öðrum strák með vinkonu minni..

Við vorum voða mikið saman, samt bara mest í skólanum. Komu samt svona tímabil þar sem hann vildi ekki tala við mig og þá var það alltaf bara því ég var á föstu eða rosa hrifin af eitthverjum, því hann bara gjörsamlega þoldi ekki að hlusta á mig tala um stráka því hann var sjálfur svo hrifinn af mér. Sumarið eftir 8. bekk vorum við svo alltaf að sms-ast, og ég hitti hann og vin minn og vinkonu sem var alltaf með okkur þegar við hittumst og við fórum saman í tívolí.. Það var í fyrsta skiptið sem e´g sá hann eftir svolítið langan tíma, og hann var búinn að þroskast alveg heilmikið. Orðinn stærri en ég og fullorðinslegri í framan.

Eftir þennan dag fór ég að reyna að hafa meiri samskipti við hann og við vorum alltaf að tala saman, en bara gegnum msn og sms. Þegar ég fór til útlanda í nokkrar vikur svo í lok sumars og búin að vera nokkra daga úti og ekkert búin að geta haft samband við hann fór ég að finna að ég hafði tilfinningar til hans.

Ég reifst í rauninni við sjálfa mig í langan tíma um hvort ég væri það. Ég var í algjörri afneitun. Segjandi við sjálfa mig að það gæti bara ekki verið og ég mætti bara alls ekki vera hrifin af besta vini mínum. Það var ekki fyrr en skólinn byrjaði aftur að ég sætti mig við það. Ég var kolfallin fyrir honum, en lofaði mér að gera ekkert í þessu.

Við vorum mjög náin í byrjun 9. bekkjar og desember kynntist ég svo strák sem ég varð rosa hrifin af og við byrjuðum saman, en samt hélt ég alveg sambandinu alveg við vin minn. Þegar á leið á sambandið hjá mér og kærastanum mínum þá vorum við farin að rífast mjög mikið útaf vini mínum. Kærastanum mínum fannst við of náin, var ekki sáttur yfir hversu mikið ég talaði um hann og að við kysstumst alltaf bless og svona (ekki svona alvöru koss). Málið var reyndar að ég áttaði mig ekkert á þessu, mér fannst þetta svo eðlilegt að við værum svona því við höfðum verið svona löngu áður en ég kynntist kærastanum mínum. Að lokum ákváðum ég og kærastinn minn að taka okkur smá pásu.

Nokkrum dögum eftir að viðbyrjuðum í pásunni þá var bekkjarkvöld hjá mér. Við vorum bara eitthvða að horfa á spólu og éta nammi í skólanum og eitthvað og ég og vinur minn vorum meira utaní hvort öðru en áður allt bekkjarkvöldið. Allir voru farnir að sjá að það var eitthvað í gangi nema við tvö. Eftir bekkjarkvöldið ákváðum ég og hann og tveir vinir okkar að fara til mín og hafa kósý. Þegar þeir voru að fara þá ætlaði ég bara að kyssa vin minn bless eins og venjulega, nema þetta var ekki eins og venjulega.. Við kysstumst og kysstumst aftu og aftur og að lokum þá kysstumst við okkar fyrsta alvöru koss. Þetta var yndislegasti koss sem ég hafði fengið. Ég fann í fyrsta skiptið hversu ógeðslega hrifin ég var af honum.

Við vorum bara að dúlla okkur í svona mánuð, ég hætti með kærastanum og svo ákváðum við að við værum saman. Stuttu eftir það hættum við saman, þetta var bara ekki að ganga. Vorum ekki lengur í sama vina hópnum og höfðum sjaldan tíma til að hittast. Mér fannst hann líka sýna mér lítinn áhuga og hann spurði mig aldrei hvort ég nennti að hitta hann. Samanlagt þá hittumst við bara 6 sinnum eftir að við byrjuðum saman.. eitthvað í kringum það.

Mér leið ömurlega þegar hann hætti með mér í gegnum sms í byrjun apríl. Ég gjörsamlega brotnaði niður. Ég fann að ég virkilega elskaði hann, en ég ákvað að láta ekkert sjást á mér sem leiddi til þess að við höfðum samasem ekkert talað saman þegar skólinn kláraðist.

Ég var að fara að skipta um skóla eftir 9. bekk svo ég var búin að gefa upp vonina að tala við hann nokkurtíman aftur því ég var búin að missa öll sambönd við sameiginelgu vini okkar. Þar til rétt eftir að ég var komin frá útlöndum um sumarið að strákur(“Alli”) sem ég þekkti bað mig um að hitta sig og tala við sig um ýmsa hluti.

Ég fór í göngutúr með honum og við töluðum lengi. Það hafði verið eitthvað í gangi en ekkert sem ég var almennilega viss um að ég vildi og ég útskýrði fyrir honum að það sem var mest að flækjast fyrir var í rauninni vinur minn, ég var ekki ennþá komin yfir hann. Svo eftir samtalið spurði “Alli” hvort ég vildi ekki kíkja til “jóa” sem var sameiginlegur vinur vinar míns og “Alla” og var eitt sinn einn besti vinur minn.

Ég var fyrst treg til, því ég bjóst við að minn fyrrverandi væri þar. En að lokum rölti ég þangað með “Alla”. Þegar ég kom þangað voru fullt af krökkum þar, fullt af fyrrverandi bestu vinum mínum, og minn fyrrverandi var þar. Ég gjörsamlega fraus, þetta var eitt erfiðasta augnablik lífs mín að segja hæ við hann þarna í fyrsta skiptið í rauninni síðan við hættum saman.

Ég fór að hanga með þessum krökkum aftur plús einum strák sem ég hafði ekki þekkt áður sem hét “Halli”, á hverjum degi það sem eftir var sumars. Ég og “Halli” byrjuðum svo saman og ég varð geðveikt happy alltaf.. ég náði að komast yfir vin minn loksins. Eftir að vera búin að vera hrifin af honum í ár. Ég varð virkilega hrifin af “Halla”, en því miður vorum við bara saman í virkilega stuttan tíma. Þetta var samt eitt skemmtilegasta tímabil sem ég hef lifað. Ég og vinur minn gátum loksins hegðað okkur almennilega í kringum hvort annað eftir að ég var á föstu og við héldum áfram þannig eftir að ég og “Halli” hættum saman.

Stuttu eftir sambandsslitin þá var ég að hanga með fullt af fólki og þar á meðal vini mínum, við fórum heim til bestu vinkonu minnar og vorum bara öll að kúra og svona í alveg myrku herbergi og eitthvað. Ég og vinur minn vorum samt svona pínu útúr og vorum mest að kúra hjá hvort öðru, sem leiddi til þess að við kysstumst. Ég féll algjörlega fyrir honum aftur, sem var ekki planið hjá mér. “Jói” og besta vinkona mín urðu frekar mikið fúl útí okkur bæði því að allt á mili okkar olli alltaf bara vandræðum, ég var ný hætt að væla endalaust útaf honum og búin að fá fullt af sjálfstrausti aftur sem e´g hafði mistt þarna beint eftir að við hættum saman og við loksins farin að getað umgengist hvort annað aftur þegar við klúðrum þessu öllu aftur á einu kvöldi, eða svo héldu allir.

Við töluðum saman á msn daginn eftir og komumst að þeirri niðurstöðu að þetta voru mistök og við hefðum ekki átt að gera þetta. Seinna þá höfum ég, “jói” og vinur minn ákveðið að hittast þrjú, því viðhöfðum verið svona gengi sem var alltaf saman, við ætluðum að hittast til að rifja upp gamlar minningar og svona síðan við vorum alltaf saman þrjú. En þegar vinur minn er kominn þá hringir “jói” og segist ekki getað komist. Svo ég og vinur minn ákveðum bar aað hafa kósý saman og horfa á fyrsta þáttinn af íslenska
bachelornum og hlægja saman. Þetta leiddi að öðrum kossi sem við komumst að þeirri niðurstöðu að væri líka mistök.

Nokkru seinna kynnist ég svo yndislegum strák í gegnum bestu vinkonu mína og ég ákveð að gleyma öllu um vin minn og bara einbeita mér að þessum. Við byrjuðum saman, en sambandi varði ekki lengi, Því þegar ég var eitthvertíman að djamma með vinum mínum þá kyssir vinur minn mig í þriðja skiptið og ég bara gat ekki komist yfir hann eftir þetta. Ég og kærastinn minn hættum saman og ég varð geðveikt bitur útí vin minn og þegar ég hafði safnað í mig nóg kjark eftir nokkur glös og svona þá fór ég að skamma hann geðveikt mikið fyrir að sýna mér bara áhuga þegar ég er á föstu og eitthvað þannig.

Við tölum ekki saman í svoldin tíma eftir þetta en það var líklega best. Eitthverja helgi eftir að við erum búin að jafna okkur þá er party hjá vinkonu vina minna og ég fer með fullt af krökkum. Vinur minn hafði þá lofað mér að fylgja mér heim því ég vildi ekki labba alla leiðina heim í myrkrinu, þetta var líka langt frá mér.

Á leiðinni heim sagðist hann ekki nenna strax heim svo ég bauð honum inn til mín. Þegar ég kom inn til mín eftir að vera búin að tala við foreldra mína hálfsofandi sat hann í rúminu mínu og horfði á mig. Þetta var fyrsta skiptið sem við riðum. Við komumst aftur að þeirri niðurstöðu að við hefðum gert mistök. En þetta skiptið tók það okkur engan tíma að komast yfir vandræðalega stigið.

Við vorum aftur orðnir bestu vinir þegar 11. október að við kyssumst aftur, og þetta skiptið þá vildum við ekki að þetta væru mistök. Við ákváðum að prófa aftur samband.

Við erum ennþá saman í dag, en þetta er samt enginn dans á rósum hjá okkur. Hefur gengið svoldið brösulega og við nokkrum sinnum ætlað að hætta saman en alltaf ákveðið að gefa þessu séns. Við elskum hvort annað óendanlega mikið! Hann er fyrsta manneskjan sem e´g hef getað sagt “ég elska þig” við og meint það, þótt hann sé ekki fullkominn. Það eru fullt fullt af göllum í þessu sambandi en við þraukum. Vonandi:) og já.. mundi eftir því bara núna, ég hætti við að skipta um skóla, svo ég var áfram í bekk með honum. Eum saman í bekk núna og kennararnir þola ekki þegar við sitjum hlið við hlið:D

Hmmm.. Takk fyrir mig^.^