Ég ætla að koma sambýlismanni minum á óvart , hann á afmæli bráðum og ég ætla að gefa honum trúlofunarhring. Málið er að við erum búin að setja dag og allt fyrir giftinguna okkar og ég vildi að við værum ekkert að hringla með þessa hringa og settum þá bara upp í brúðkaupinu, hann var reyndar ekkert of sáttur við það. Þannig að mér datt þetta í hug. Ég veit ekki hvernig ég á að gefa honum þá á sem rómantískastann hátt því við verðum ekki heima þegar afmælið er. Gamla góða trixið með kampavínsglasið virkar ekki þar sem við drekkum hvorugt, og mér einfaldlega dettur ekkert annað í hug =)
Endilega komið með einhverjar hugmyndir um þetta, en í öllum bænum sleppið ljóta póstinum, ég hef ekkert við hann að gera =)
Endilega gefið mér líka komment á þessa gjöf..