Rómantík er allt og ekkert.
Hún er það sem þú villt og hún kemur stundum allt í einu.
Margir segja að kertaljós séu rómantísk,haldast í hendur,vera ástfanginn,horfast í augum í tunglsljósinu, fá rós og sumir segja að það sé rómantísk þegar konan slekkur á ryksuguni þegar enski boltinn er í sjónvarpinu :0).
Vitiði hvað??
Allt þetta er rétt og vitlaust(já líka þetta með ryksuguna). Rómantík er nefnilega blanda að tilfiningum og umhverfi.En ekki má gleyma að hún fer eftir persónum. En rómantísk stund þarf stundum ekki einu sinni að hafa tvo aðila heldur getur þú átt rómantíska stund með sjálfum þér(Hey þið ungu perra strákar sem fara að hugsa um eithvað 18+, reynið nú aðeins að þroskast).
Því skilgreininginn á rómantík er eiginlega notaleg stund með sjálfum þér eða öðrum.
En ekki má gleyma að rómantík er merkileg stund tilfininga og umhverfis þegar maður gleymir öllum áhyggjum og líður svo vel eða lætur aðralíða vel í kringum þig að þér finnst þú/þið vera ein/nn í heiminum.
Þið vitið strax hvenar þið eruð að upplyfa rómantíska stund og hvenar þið eruð einungis að líða vel, þið sem hafið upplifað rómantíska stund vita alveg hvað ég er að tala um.
Upptilhópa eru stelpur fljótari að njóta rómantískrar stundar en við Karlarnir en við eigum þó okkar móment.
Stundum þarf að hafa pínu fyrir rómantískri stund(rósir,gjafir,nudd,kertaljós,bað, eru snilld að rómantísku kvöldi) en stundum kostar það ekki neitt(ástarbréf,faðm,koss,faðmlag,rólaheita kúr,horfast í augu o.sfrv.).
Svona að lokum þá vona ég að allir fái að upplifa eins margar rómantískar stundir og þið getið og þá helst með einhverji sem þið elskið.
Vertu þú sjálfur og gerðu það sem þú villt