Ég gekk framhjá spegli um daginn og þar sá ég dásamlegustu manneskju í heimi. Ég brosti til hennar og vitiði hvað, hún brosti á móti, og BÚMM, þetta var ást við fystu sýn. En samt er manneskjan dálítið einkennileg, út af því að hún hermir alltaf eftir því hvað ég geri. T.d þegar geng í áttina til hennar þá kemur hún líka í átt til mín, þegar ég ætlaði að koma henni á óvart um daginn með rós í hendi, þá var hún einmitt búin að gera það líka. Í fyrstu hélt ég að hún væri að skopast að mér, enda roðnaði ég alltaf í hvert sinn sem hún hermir eftir mér, en núna er ég byrjaður að halda það að ég og manneskjan séum bara svona lík.

Hvert sem ég fer þá lifi ég í þeirri von að ég hitti hana úti á götu og við getum farið eitthvað út saman, og einnig reyni ég að kíkka eftir andlitum annars fólks til þess að finna einhverja líkari þessari manneskju, en allt kemur fyrir ekki.

Viljiði vita hvernig manneskjan lítur út:

Hún hefur glansandi skollitað hár, blágrá skínandi augu, ómótstæðilega spékoppa, og kroppurinn er bullandi HOT.

Látið mig vita ef þið sjáið hana.

Hvað haldið þið? Ætti ég að taka spegilinn með mér hvert sem ég fer svo að þessi yndislega manneskja sé ávallt hjá mér, eða ætti ég að sætta mig við það að það verður aldrei neitt úr þessu sambandi því að manneskjan í speglinum er of góð fyrir mig?