Ég veit ekki hvað ég er að skrifa eða af hverju, en núna langar mig bara að skrifa eitthvað. Ég á það til að sökkva mér í dagdraumum, oft er staður og stund ekki nóg fyrir mig, ég þarf alltaf að flakka eitthvað í huganum.
Ég á endalaust af góðum vinum og er mjög heppin með svo mikið. En þegar ég er ein með sjálfri mér þá fæ ég svo mikla tómleikatilfinningu. Hvort það sé vond eða slæm tilfinning er ég ekki viss um, hallast að óþægilegri tilfinningu ef eitthvað er.

Núna er ég að hlusta á Talk sem er á nýja disknum með Coldplay. Þetta er eitt af þessum lögum sem fær mig til að hugsa um allt og ekkert. Eins ooog…
Mig langar að eiga góðan kærasta, mig langar að ferðast, djamma með krökkunum, langar að liggja
í sólinni á Portúgal …fæ minningu um að sitja að kvöldi til á Spáni með kaldan Pineapple Breezer og heita golu sem sveiflast um hárið á mér. Heitur líkaminn eftir sólina og engar áhyggjur, engin vinna eða skóli daginn eftir, ekkert stress..engir fjölskyldumeðlimir eða peningavandamál að pirra mann. Maður bara sat þarna njótandi þess að vera með vinum í sólinni. Svoleiðis á það alltaf að vera, engar áhyggjur, engin kvíði, engin fortíð. Bara ég og Spánn.

Mér finnst ég eiga svo mikið eftir. Ég á mjög mikið eftir, einungis 17 ára. En ég get ekki beðið eftir að lífið verði betra, meira spennandi og ég get ekki beðið eftir að upplifa það að hlakka til að vakna á morgnanna og vita að dagurinn hafi eitthvað spennandi að bjóða mér. Í dag vakna ég bara af því ég hef skyldu að gegna, sumarvinnan mín. Um helgar þá djamma ég því ég er einmanna þegar ég er ein með sjálfri mér. Ég fer á djammið af því ég er leitandi af einhverju betra en þessu dagsdaglega. Upplifi kannski eitthvað spennandi á næsta djammi. Ég sleppi ekki helgi, ég gæti misst af einhverju. Samt veit ég að það er ekkert spennandi framundan annað en fullt fólk og fullir strákar að reyna fá mann upp í rúm til sín og svo þynnka og tómleiki daginn eftir.

Ég vildi bara setja þetta á þráðinn, langar ekki að fara að sofa, þá þarf ég að díla við hugsanirnar mínar,…vill bara vera í “móki” stundum…það er svo gott að hugsa ekkert….bara vera tóm í hausnum og njóta þess “að vera”.

Samdi þetta ljóð í tilefni af pistlinum hehe.

Hugurinn fer með mig að paradís,
Meðan allt annað verður eftir.
Angist í hjarta verður mér ei vís,
Vesæld eða djúpu sárin.

Stundum er lífið svo voðalega ljúft
að draumurinn í gær var ei betri.
En oftar en ekki verður það svo súrt
Að í hugann ég leita hælis.

Stjörnur á himni og ljúfir tónar
Létta á minni byrði
Meðan ég leita að fyllingu minni
Þá verður hugurinn minn í paradís.
Nikida

Svo að lokum er þetta texti eftir Colin Hay. Já þið hafið eflaust gengið í gegnum ástarsorg, þá er ég ekki að meina hvolpaást þegar srákurinn í hinum bekknum kyssti þig en var svo hrifinn af hinni vinkonu þinni. Heldur virkilega ást, þar sem þú deilir öllu með manneskjunni, þið gerið allt saman, og minningarnar eru svo sterkar, og framtíðin er svo skýr með manneskjuna með þér. En svo allt í einu þá gerist eitthvað og þú missir hana…. hálft ár síðan ég missti minn, en textinn á svo vel við að ég varð að setja hann inn.

I drink good coffee every morning
Comes from a place that's far away
And when I'm done, I feel like talking
Without you here, there is less to say

I don't want you thinking I'm unhappy
What is closer to the truth
That if I lived ‘til I was a hundred and two
I just don’t think I'll ever get over you

I'm no longer moved to drink strong whiskey
I shook the hand of time and I knew
That if I lived ‘til I could no longer climb my stairs
I just don’t think I'll ever get over you

A face it dances and it haunts me
The laughter still ringing in my ears
I still find pieces of your presence here
Even, even after all these years

I don't want you thinking that I dont get asked to dinner
'Cause I'm here to say that I sometimes do
And even though I may seem to a feel a touch of love
I just dont think I'll ever get over you

And if I lived ‘til I was a hundred and two
I just don’t think I'll ever get over you…