Svo ég komi mér beint að efninu, ég er búin að vera í sambandi í nokkur ár, og er það búið að ganga vel í heildina litið.

Síðasta sumar kom strákur/maður í vinnuna til mín til að halda kynningu á vörum. Ég var eina stelpan á aldur við hann svo mér var falið að kynna honum staðinn. Við eyðum einum degi saman og allt gengur vel, en mér finnst eins og hann sé eitthvað að daðra.
Ég læt það ekki skipta máli, hann gerir það sem hann á að gera upp í vinnu. Dagurinn endar og við kveðjumst. Daginn eftir, er gæjinn ekki mættur aftur, segjist ætla að hjálpa forstjóranum með eitthvað, allt í lagi með það, en hann er ekkert að hjálpa stjóranum eða mjög lítið.
Hann hengur mikið í mér, talar mikið um daginn og veginn, sýnir mér mikin áhuga, nema þegar ég minnist á kærastann minn sem er jú reyndar sonur forstjórans.
Það skiptur honum engu, hann daðrar mikið. Þetta var orðið frekar vandræðilegt. En það versta var að ég fékk smá fiðring, þetta var á tímabili sem gekk ekki allt of vel hjá mér og kærastanum. Ekki að það réttlæti að ég ætti að fá einhvern fiðring.
Daðrarinn sagði mér að hann byggi í Englandi og færi aftur um haustið. Hann spurði mig hvort hann gæti fengið e-mail addressuna mína. Ég varð svolítið sjokkeruð og spurði afhverju, hann svaraði á móti, svo ég viti hvort þú sért búin að gifta þig eða ekki. ( HA?) hugsaði ég,
Ég skrifaði e-mailið mitt á lítin miða og frekar óskírt. Svo kemur að því að daðrarinn þarf að fara og ætlar að kveðja mig, neinei þá gefur hann í skyn að hann vilji kyssa mig, Forstjórinn pabbi kærasta míns var ekki mörgum metrum frá. Fannst hann frekar djarfur. Já og það kom ekki til greina hjá mér að kyssa hann.
Ég kveð hann með handabandi og óska honum alls hins besta.

Ég sný mér að vinnunni, og viti menn kemur ekki gæjinn aftur, hæ æ ég gleymdi bíllyklunum, ég svara já já, ok gangi þér vel við sjáumst, hann stendur fyrir framan mig og horfir í augun á mér eins og hann ætli aftur að reyna að kyssa mig. Ég tek í hendina á honum og segji aftur vertu blessaður og gangi þér allt vel.


Nokkrum mánuðum seinna rétt fyrir jól, er ég að opna tölvupóstinn minn. Er ekki e-mail frá honum, í því stendur hvað hann hafi verið heppin að fá að kynnast mér og bla bla.
Maginn á mér fór alveg í hnút. Geymdi hann litla miðann og skildi hann skriftina. Hvað er í gangi. Þegar ég er að lesa e-mailið, labbar kærastinn minn inn í herbergið þar sem tölvan er.

Ég kalla upp hvað hann sé eiginlega að gera hér, nú ég bý hér ástin mín, hvað ertu að skoða? Spyr hann mig, ég svara ekkert, alls ekkert. Ég komi upp í rúm eftir smá.

Ég hringi í bestu vinkonu mína og segji henni stöðuna, hún spyr mig afhverju ég hafi ekki sagt kærastanum mínum frá þessu.
Ég spyr mig að því sama.

Ég fer upp í rúm til kærasta míns, með mikin hjartslátt, hann spyr einskis. Ég ákveð að ljúga að honum að besta vinkona mín hafi verið að senda mér e-mail um smá vandamál sem hafi komið upp, þess vegna voru viðbrögð mína svo sterk þegar hann kom að mér í tölvunni. Kærastinn minn glottir og segjir já já ástin mín.
Ég gat ekki hætt að hugsa um þetta e-mail svo dögum skipti, og hann strákin, fékk fiðring í magan að hugsa um hann, og varð frekar fjarlæg við kærastann minn.
Eftir nokkra daga segji ég kærastanum mínum frá daðraranum, hágrátandi, kærastinn minn tók þessu bara vel , ekkert mál. Ég sýndi honum e-mailið, og hann sagði mér bara að eyða þvi og hætta að hugsa um þetta. En neinei kærastinn minn hringdi í pabba sinn, frekar reiður, bað hann um að þessi maður kæmi ekki nálægt fyrirtækinu framar.

Ég hætti að hugsa um þennan mann, þangað til í febrúar þá sendi ég honum e-mail, ég var með svo mikið samviskubit að hafa ekki svarað, fannst ég svo vond. Tek fram að ég daðraði ekkert á móti.
Ég hef ekki enn fengið svar, og það kemur stundum fyrir að ég hugsa til hans og fæ fiðring í magan. Hvað er í gangi ?
Ég elska kærastann minn og gengur ágætlega hjá okkur.
Ég þekki hann ekkert en samt hugsa ég til hans, um daginn dreymdi mig að ég væri að halda framhjá með honum.
Daðrarinn er meira að segja ekki svo ólíkur kærastanum mínum, gætu verið bræður.
Ég verð að losa mig við þessar hugsanir.
HVAÐ ER Í GANGI ?