Ég er 23 ára gamall garpur og stunda nám í verkfræði við Háskóla Íslands.
Fyrir þremur vikum kynntist ég stúlku sem er jafngömul og ég og varð í raun
afar ástfanginn af henni. Þetta var ást við fyrstu sýn, eins og menn orða
það. Það var nú ég sem átti frumkvæðið og bauð stúlkunni, eða réttara
sagt konunni (erum við ekki orðin fullorðin?) út að borða. Hún sagðist vera
hissa og sagðist sjálf hafa verið að pæla í mér líka í nokkurn tíma. Þetta
kom skemmtilega á óvart og hún sagði já. En síðan sagði ég í raun strax
að ég hefði betri hugmynd en að fara út að borða: Ég stakk upp á því
að við færum frekar og fengum okkur göngutúr á rólegum stað og
spjölluðum saman. Henni leist vel á þessa hugmynd og við fórum út.
Það var eins og að við smellpössuðum saman og við kysstumst, héldumst
í hendur og eitthvað svoleiðis, þið vitið.

Í gær vorum við búin að vera saman í þrjár vikur og hún var alltaf að segja
við mig hversu heitt hún elskaði mig. Ég sagði auðvitað það sama við hana.
Hún sagði að hún gæti ekki lifað án mín. Við höfðum líka eitt nokkrum nóttum
saman, bæði heima hjá mér og heima hjá henni, og foreldrar mínir og
foreldrar hennar eru alveg búin að hittast og kynnast nokkuð vel.

En nú í dag, fæ ég ekki bara hreinlega símtal frá henni þar sem hún er
búin að kynnast öðrum gaur, og segist vera orðin ástfangin af honum.
Ég varð brjálaður, hvurslags rugl var þetta. Var hún að ljúga að mér
kvikindið? Sá þau líka saman í kvöld að kyssast og eitthvað, en þessi
gaur, hann er ekkert smá ljótur maður. Þetta er ekki bara mitt álit.
Allir vinir mínir bentu mér á guttann að fyrra bragði og sögðu: “sjáðu
ljóta gaurinn þarna maður”. Og þá leit ég að honum og var hann þá
ekki bara að kyssa kærustu mína fyrrverandi. Þetta var nú meiri sjónin
að sjá. Alveg ótrúlegt. Hvað hefur þetta viðrini sem ég hef ekki,…

En jæja, svona er lífið. Kannski er þetta ágætur gaur bara, það er eitthvað
sem konan sér við hann. Ég grét eitthvað áðan, en ég held ég sé búinn að
jafna mig, því hvað er þessi stúlka annað en einhver lífvera. Það er margt
um lífverur í heimi þessum og svona verð ég bara að hugsa ef ég á að geta
jafnað mig sem fyrst og halda áfram daglegu lífi.

Evklíð.