Vinátta kynjanna? Ég hef lengi verið að pæla í hvernig fólk lítur á vináttu kynjanna. Af hverju fólk þarf alltaf að miskilja spjall milli tveggja vina af sitthvoru kyninu eða eitthvað þvíumlíkt.

T.d. tökum sem dæmi. Stelpa (Gunna) um 16 ára labbar út í búð og sér þar bekkjasystur sína. Gunna er með frænda sínum sem er sirka á sama aldri og hún og þau eru mjög góðir vinir og náin frændsystkini. Bekkjasystirin veit ekki að hann er frændi hennar og stekkur strax á Gunnu spyrjandi hana ýmissa spurninga um hvort að þau séu saman og fleira í þeim dúr. Gunnu krossbregður og þverneitar fyrir þessar spurningar þar sem hann er frændi hennar og að þau séu engan vegin nálægt neinum rómantískum bylgjum enda blóðskyld. Samt lenda þessi frændsystkini mjög oft í þessu.
Það er eins og fólk sé alltaf að leita að einhverju nýju og spennandi sögum. T.d er aldrei spurt hvort að þetta sé góður Vinur eða Frændi.. heldur ávallt bara eða oftast Kærasti sem kemst að!

Einnig er líka til dæmi af tveim vinum. Stelpu og strák sem eru mjög góðir vinir og hittast bara til að spjalla og hafa gaman. Þau rölta úti þar sem næstum engin er á ferð. En einhverra hluta sér ein manneskja það..og þá er komin saga út um allan menntaskólann um að þau séu saman og hafi gert ýmislegt fleira þetta kvöld en bara spjallað. Ég meina ekki kallast þetta þroski?
Þetta er mjög gremjulegt að geta ekki umgengist hitt kynið eða talað við það á einn eða neinn hátt án þess að það sé strax komin einhver rómansspenna allt í liðinu í kringum mann. Sem býst ekki við neinu öðru en að það sé eitthvað svakalegt á seyði á milli þessara tveggja einstaklinga, sem er ekki. Svo skiptir oft engu máli þótt önnur manneskjan sé á föstu. Því ef kærastinn/kærastan býr kannski ekki á sama stað eða fer í sama skóla þá er strax komið með það að manneskjan sé bara að halda framhjá og að makinn komist ekkert að því þar sem hann er ekki nálægur.

Hvað er að gerast? Þegar maður var í t.d í leikskóla skipti þetta engu máli. Og mikið af fólki frá 18 og uppúr.. eiga kannski bara vini af hinu kyninu eða bara frá báðum kynjum. Af hverju á þetta að vera svona mikið mál? Af hverju geta frændsystkini ekki verið náinn án þess að það sé eitthvað óeðliegt? eða vinir (stelpa og stákur) hist og spjallað og farið út að labba í rólegheitunum án þess að allir fari að gruna eitthvað og pískra. Ég meina fólk má tala saman í síma og á msn.. ekkert mál. En ef það hittist þá er það allt annað mál? Og þá er ég að tala um vini.. en ekki einhverja sem maður þekkir ekki neitt. Af hverju er gert svona mikið mál úr því ef [strákur og stelpa] hittast ein og tala saman.. en ef þau eru með vinum sínum eða eitthvað. Það ætti ekki að skipta neinu máli. Ef maður á rosa góðan vin af hinu kyninu sem er og hefur alltaf verið BARA vinur.. þá ætti ekkert að skipta máli hvort maður sé einn eða ekki. Því það kemur ekkert annað til greina en BARA vinir.

En ég vil koma á framfæri að þetta er bara eitthvað sem ég þekki stundum. Ég veit annars um fullt af fólki sem eru vinir og af sitthvoru kyninu.. og engin gerir neitt í því. Það er vonandi oftast þannig. Sumst staðar hefur fólk bara aðrar skoðanir á þessu og lítur á allt samband milli kvk og kk vera rómantískt eða kynferðislegt. En vonandi er það að minnka.. og vonandi sem fæstir sem lenda í svona veseni;) Komið endilega með álit… :) Takk fyrir mig:)