Ég er ekki þessi týpa sem geng á milli stráka og reyni við þá og byrja með hverjum sem er. Ég hef ekki mikla reynslu af svona strákamálum og er frekar feimin við flesta stráka, sem ég hef ekki hugmynd um af hverju :/

En fyrir nokkrum mánuðum kynntist ég stráki, á svolítið asnalegan hátt ég veit, en hann skrifaði í getsabókina á heimasíðunni minni (reyndar ekki hérna á huga.is) og sagðist vera í sama skóla og ég og ok…það var í lagi…ég kíkti á síðuna hans og las allt um hann og svona…mér fannst hann virka skemmtilegur og bara nice náungi…ég komst að því að þetta var svo bekkjarbróðir vinkonu minnar og fékk mailið hjá honum hjá henni…eftir nokkra daga var ég búin að fá að vita ýmislegt um hann og ég sá bara fyrir mér mig í strákalíki…við áttum svo margt sameiginlegt og náðum nokkuð vel saman…
eftir nokkra mánuði svo…eða fyrir svona viku…þá var ég orðin svo spennt við að fara á MSN til þess að tala við hann…svo einn daginn þá kom ég á MSN og hafði ekki talað við hann í marga, marga daga…þá var hann alveg þvílíkt spenntur yfir því að tala við mig og var bara rosalega glaður og talaði og talaði og talaði en vanalega hafði þetta verið övugt….

ætla aðeins að bæta hérna við að hann hafði fengið myndir af mér og vissi hvernig hann leit út en ég hafði aldrei séð hann áður þrátt fyrir að við værum í sama skóla…

Svo atvikaðist það (segir maður það ekki annars?) að við vorum eitthvað að tala um hvað okkur fyndist um hvort annað…ég sagði honum bara að mér fyndist hann skemmtilegur, fyndinn og bara að ég hefði laðast að persónuleika hans…þá sagði hann mér að honum fyndist ég sæt og skemmtileg og að ég væri fyndin og einnig hafði hann laðast að persónuleika mínum…þá sögðumst við þurfa endilega að fara að hittast…við féllumst á það að hittast á skólasetningunni….en hann er einu ári yngri en ég og er því klukkutíma á eftir mér í skólasetningunni…ég ætla þvi að hitta hann eftir að ég væri búin en svo var ég búin svo snemma að ég nennti ekki að bíða svo að ég fór bara heim…en svo seinna um daginn fer ég með vinkonu minni heim til vinar hennar og þar er hann…ok…hann heilsar mér en svo tölum við ekkert meira saman…líklegats vegna feimni…svo eftir það þá segir hann mér að hann hafi fengið enn meiri áhuga á mér eftir að hann hitti mig…ég nottla hoppa hæð mína af kæti…en svo næst þegar að ég talaði við hann efir það virtist hann hafa miklu minni áhuga en áður :/ hann hringdi samt í mig og vildi alveg tala við mig en hann var samt ekki eins glaður yfir að tala við mig :/ en hann sagði við mig að hann hefði fengið meiri áhuga…ætli hann hafi ekki meint það og ekki getað sagt nei við mig :/? mig langar til þess að fá ykkur svar…ég hef eiginlega enga reynslu af svona :/
geriði það…segið mér hvað ég get gert til þess að vera örugg með að hann sé alveg hrifinn af mér og að ég geti kannski nælt í hann einn daginn :P :S