Mér var einhverntíman bent á það að þetta væri idle grein fyrir mig að skrifa því að ég var rökræða þetta við vini mína hvernig væri best að ljúka sambandi, hvað væri hægt að gera ef þú ert of góð/góður í þér til að ljúka sambandinu sjálf/sjálfur og vilt samt úr því… það sem kemur hérna á efir er það sem okkur vinunum datt í hug að gera.

No #1. Kæla sambandið
Ef sambandið hefur verið funheitt og byggist mikið á innanhús íþróttum þá er einfaldlega málið að minnka möguleikan á þessu því að oft ef þetta hefur verið aðalmálið þá er mjög oft sem samböndin standa bara á þessu eina.
Ég myndi persónulega loka á hinn aðilann til að kæla það, vera minna fyrir innanhús íþróttina góðu og loka á hinn aðilann… ekki vera eins opin og hérna í den, þetta hafa nokkrir vinir og vinkonur gert og þetta virðist virka því að gott samband líkamlega sem andlega þolir illa það þegar annar aðilinn lokar á hinn.

No #2. Afprýðsemi
Sýndu hvað þú hefur, vertu sú/sá sem þú ert… bara á aðeins meira kynæsandi vegu og leyfðu þér að koma við freistinguna… ekki bara horfa heldur líka snerta, það er alveg órtúlegt hvað sumir þola þetta illa og vilja frekar láta þig fara heldur en að sjá þig gera þetta með einhverjum öðrum aðila.
Ég myndi t.d fara á djammið með þessum sem ég vildi losna við og finna einhvern flottan og tilkippan legan og fara að dúlla mér uppvið hann, nota það að ég er kvenmaður og það að við eigum rosalega auðvelt með að leika okkur smá af karlkyninu.

No #3. Leiktu
Ekki vera sönn/sannur þú heldur leiktu þér að hinum aðilanum… þetta er særandi bara til að láta ykkur vita en þetta er leið.
Vertu vond/vondur og hugsaðu minna til hins aðilans, ekki sýna það að þig langi kannski ekki að vera svona vond/vondur, vertu það bara, láttu þig falla inn í character sem þú býrð til í huganum, vertu characterinn… ekki vera þú.
Eina sem ég hef að segja um þetta… ÁTS!

No #4. Heiðarleiki
Verð að hafa þetta með þó þetta sé það sem margir forðast að gera, vertu algerlega heiðarleg/heiðarlegur við hinn aðilann um tilfinningar þínar, og hvað þér finnst… það er kannski eina rétta leiðin en þetta finnst mörgum verra en það að fá svona eins og ég hef nefnt áður… gamla góða leiðin… sannleikurinn er sagna bestur.

Ég veit það vill enginn fá uppsögn í sms, mail eða í eigin persónu, en ég myndi frekar taka eigin persónu en það að fá að heyra það í sms eða mail… mér finnst það bara barnalegt.

En já… ekki taka of mikið mark á þessari grein… samt… þetta virkar fyrir suma aðra ekki…

kv. Taran