Vil deila þessari sögu með ykkur hef lítið talað um þessi mál og ég held að það sé komin tími til að taka sig aðeins á og opna sig.

Fyrir 4 árum þegar ég var 16 ára kinntist ég alveg æðislegum strák í partýi hjá vini okkar. Ég hafði aldrei séð þennan Svenna áður enda bjó ég útá landi og hann á höfuðborgarsvæðinu og ég var þar í sumarfríi. Ég á marga vini þar og einn vinur minn var að halda partý og þar kinntist ég Svenna hann var 2 árum eldri en ég semsagt 18 ára. Við tölumðum eiginlega allan tímann saman meðan hinir voru blindfullir að skemmta sér, enda fengum við að heira það nokkrum sinnum að við værum félagsskítar að sitja bara þarna inní einu herberginu og loka okkur af og tala saman og vorum ekkert að tala við hina krakkana eða skemmta okkur með þeim. Þegar flestir voru dauðir eða farnir heim fannst mér komin tími til að ég færi að fara heim. Ég og Svenni skiptumst á númerum og kvöddum.

2. dögum eftir partýið fór ég aftur heim með foreldrum mínum út á land. Ég og Svenni töluðumst daglega á í síma og vorum orðin mjög hrifin af hvort öðru en byrjuðum samt ekkert saman alveg strax. Ég var á fullu í skólanum á 1. ári á náttúrufræðibraut í menntaskólanum og komst ekkert til Reykjavíkur til að hitta Svenna þannig við urðum að láta símann duga enda voru símareikningarnir himinháir. Svo rétt fyrir jólin þetta sama ár fór ég til Reykjavíkur og var næstum því allan tíman bara með Svenna. Við elskuðum hvort annað meira en allt og mér leið eins og í himnaríki með honum. Þegar ég var búin að vera í 2. vikur í Rvk þurfti ég að fara heim.

Eftir að ég kláraði fyrsta árið í menntó fór ég til Rvk að vinna um sumarið og á meðan bjó ég hjá Svenna. Svenni hafði verið í neyrslu á allskonar dópi frá því hann var 13. ára en var eiginlega alveg hættur þegar ég kom til hans. Ég áhvað að flytja til Rvk og fara í skóla á annað árið á náttúrufræðibraut og við Svenni leigðum saman litla sæta íbúð og áttum voða sætan lítinn kettling. Lífið var svo æðislegt og það gekk allt svo vel og allt var svo æðislegt og gaman og Svenni tók bara inn dóp þriðjuhverja helgi.

En svo Eftir jólin þegar við vorum búin að vera saman í 1 ár varð ég ólétt og Svenni var fallinn og kominn í neyrsluna aftur. Ég sagði við hann að ég myndi ekki bjóða barninu upp á það að pabbinn yrði í neyrslu og mundi endanlega rústa líkama sínum hann tók þessum orðum mínum frekar illa og sagði að spítt væri gott og meira sem pirraði mig mjög, einnig sagði hann mér að hann væri búinn að rústa líkama sínum svo mikið að hann ætti c.a 15-20 ár eftir. Ég gat ekki horft uppá það!! Ég fór í fóstureyðingu og við töldum það best að við hættum saman því hann vildi ekki særa mig með þessu öllu.
Þannig að ég flutti aftur til mömmu og pabba og Svenni varð eftir í Rvk og var kominn djúpt oní neyrsluna og þunglyndi eins og ég við elskuðum hvort annað einnþá meira en allt og þetta var svo sárt, við töluðumst í síma og hágrétum oft á kvöldin yfir því hvað þætta væri sárt og ósanngjart. Mér leið virkilega illa ég var svo alein og fannst ég bara vera hálf og að hinn helmingurinn væri í Rvk því Svenni var hinn helmingurinn af mér. þetta var allt svo sárt og ósanngjart.
Ég og Svenni vorum bæði skyggn og Svenni sagði mér að þetta hafi verið alveg eins í fyrra lífi, þá höfðum við ekki getað verið saman heldur. Hann sagðist hafa dreimt það oft. Hann sagði líka oft hafa dreymt að í fyrra lífi hafi ég setið yfir honum á meðan hann dó.

Við reyndum að hætta alveg að tala saman en gátum það ekki því við elskuðum hvort annað ennþá svo mikið og ég vissi að ég mundi aldrei hætta að elska hann.

Svo fyrir 7 mánuðum fyrirfór Svenni sér þetta var of mikið fyrir hann og það er það erfiðasta og sársaukafyllsta sem ég hef og mun nokkurntímann á áævinni ganga í gegnum.. ég mun aldrei jafna mig alveg og ég elska hann ennþá meira en allt. En þetta er allt að koma, ég á svo æðislega fljölskyðdu og vini sem hafa hjálpað mér í gegnum þetta allt og gert þetta léttara fyrir mig. Án þeirra væri ég ekki ennþá í þessum heimi….