Kæru Hugarar ég vil gjarnan fá ykkar álit á þessari grein. Sama hvaða álit og hvernig það er, eithvað álit er betra en ekkert.

Svona er mál með vexti. Ég á mér góða vinkonu sem ég nefni ekki en hef ég orðið nokkuð skotinn í henni. Hún veit ekkert um málið og vil ég ekki gefa henni vitneskjum um það fyrr en eftir að ég veit hvað á að gera í málinu. Við höfum verið vinir í nokkuð langan tíma og vitum við nokkuð um hvert annað. Ég hef verið að ræða þetta leynilega skot við góðan vin minn sem ég vinn með. Hann hefur sagt mér sjálfur að hún sé ekkert spés (ath. ég er á öðru máli) og að hann hafi ekki áhuga á henni. En fyrir nokkru síðan þá sagði hann mér að hann ætlaði að byrja að reyna við hana og helst fá hana til að byrja með sér (hann sagði það þó að hann vissi að ég væri hrifinn að henni) og ég óttast það að hann muni nota hana (en ég veit ekkert um það, mig grunar það bara). Og ég veit ekki með ykkur en ég er lítt hrifinn af að tveir vinir mínir slái sér samann og ég hrifinn að stelpunni þar að auki. En ég hef víst engann rétt á því að banna vinum mínum eitt né neitt þannig að ég verð víst að bíða og sjá hvað gerist.

Mér þykir óttalega vænt um stelpuna og myndi finnast það miður ef ég myndi missa hana sem vin því hún er frábær persóna og er ein af frábærustu vinkonum sem ég hef átt. Ég veit ekki með ykkur kæru hugarar en að mínu mati þá er best að byrja sem vinir og enda svo samann í staðinn fyrir að tvær ókunnugar manneskjur byrji samann.

Og að lokum vil ég taka það fram að þetta er aðeins skot (ekki ást) og fyrir mig þá væri það gott ef það þróaðist út í eithvað meira en hey, við sjáum hvað setur.

Óska eftir ykkar álitum kæru hugarar.