Ég er búin að vera með kærastanum mínum í sirka 4 mánuði núna, hann er 5 árum eldri en ég (22) og þetta er lengsta sambandið hans. Það var alltaf voða gaman og allt frábært hjá okkur en seinasta mánuðinn er hann búinn að vera að hálfpartinn leggja mig í einelti! Hann rakkar mig niður með allskonar aulabröndurum og karlrembuskotum á mig, þótt hann viti að þetta særir mig. Þetta er hræðilegt því að þetta brýtur niður sjálfsálitið mitt, ég meina halló þetta er kærastinn minn og það er ekki beinlínis gaman að heyra eitthvað svona skítaskot á sig frá honum. En allavegana, þá er ég búin að reyna að hætta með honum þrisvar og tala um þetta við hann og segja hvernig mér líður, en þá segist hann elska mig og lofar öllu fögru um að hætta þessu og segir fyrirgefðu og verður alltíeinu svo mikið æði… En hann hættir í nokkra kilukkutíma, það er allt og sumt. mér þykir alveg rosalega vænt um hann og vill ekki særa hann, en ég bara þoli ekki svona framkomu, en samt get ég ekki slitið mig frá honum því hann verður alltaf svo sár og góður við mig þegar ég fer að tala um að hætta saman! hvernig get ég losnað undan þessu án þess að særa hann né mig?