Hæ,hæ

Jæja núna langar mig að tala um aldursmun. Hvað finnst ykkur um það þegar ungar stúlkur eru með gömlum köllum, já eða svona helmingi eldri?

Mér finnst það svoldið svona… æi ég veit það ekki, skrítið!?

Ég allavega lenti í smá svona… hvað á ég að kalla það? óþæginlegu atviki. Þannig var að ég keyrði vinnufélaga minn heim núna fyrir stuttu, hann er 42 og ný fráskilinn, ég er tvítug. OK þegar við komum heim til hans þá bauð hann mér inn og ég bara þáði það þar sem hann var ný fluttur í þessa íbúð, ég meina það við erum ágætir vinir ogallt í lagi að skoða hana. En þegar við komum inn greip hann mig í fangið og byrjaði að kyssa mig, ég ýtti honum frá mér og þá sagði hann “ég er búinn að velja þig úr hópnum” HALLÓ ég er 22 árum yngri en hann og fylltist hálfgerðri skelfingu og hljóp næstum út.

Þessi maður er alveg æðinslega myndarlegur og VÁ! flott vaxinn. Hann er fyndinn og skemmtilegur, en hann á líka 3 börn og það elsta er 18 ára.

Núna er hann alltaf að reyna að bjóða mér í rauðvín og kertaljós, eins og það er nú rómantíst. En mér tekst alltaf að finna pottþéttar afsakanir.

Hvað finnst ykkur um svona lagað, er þetta það sem allir kalla grái fiðringurinn?

Kveðja Poca

p.s. takk fyrir hjálpina síðast :) og þúsund kossa