Mér er búið að líða frekar illa. Ég er farinn að fá líkamleg einkenni kvíðakasta… ég fæ illt í magann, svona virkilegann alvöru verk… get ekkert borðað í langan tíma á eftir… hraðari andadrátt, hjartslátt… steypist út í bólum… svitna… allt þetta þegar ég sé fyrrverandi! Þetta er frekar ömurlegt… ég hugsa að ég kvíði fyrir jólunum… allt þetta basl með strákinn. Ég er líka í ástarsorg. Ég veit það. Þetta er ömurlegt!!! Mig langar ekki til að líða svona, ég get ekkert gert í þessu, mér líður bara hrikalega. Svo talaði ég við mömmu áðan, það var gott, bara að tala. Ég náði að opna aðeins sálina, og hella aðeins. Ég finn hvernig dagsveiflurnar verða erfiðari að ráða við. Þær eru bara svo stórar sveiflur, hátt upp og langt niður. Upp og niður alla daga, og stundum oft á dag. Ég ræð ekkert við þetta núna… og hvað þá til lengdar! Mig langar bara til þess að líða eins og mér leið… lífsglaður og endalaust fullur af orku! Allavegana þá var þægilegt að tala við mömmu, við höfum ekki mikið talað svona saman, en alltaf meira uppá síðkastið, svona eftir að maður fór yfir gelgjuna, þegar maður byrjaði að þroskast. Það er bara svo skrýtið að tala svona við manneskjuna sem ól mann í þennan heim. Manni hefur alltaf fundist að hún ætti bara að vita… hún er nú einu sinni mamma mans! Hún vissi alltaf allt þegar maður var yngri! Hún kunni allt og gat allt… ekkert var þessarri ómennsku veru ómögulegt!!! Hún var, og er ennþá nokkurs konar… ofurhetja! Hún klæðist þessum dulargervisbúningi… Húsmæðrabúningnum og er bara alltaf til staðar þegar maður þarfnast hennar. Hún sagði við mig áðan að henni þætti vænt um mig… eins og ég vissi það ekki! en það var samt gott að heyra það, og ég sagði henni eins og var… að mér þætti ótrúlega vænt um hana líka. Mér leið betur eftir að hafa talað við hana, ég svona fann það hvað mér leið betur… það var alveg ótrúlega gott… Alltaf gott að vita… Ég er farinn að finna hvað maður tekur miklu sem sjálfsögðum hlut. Maður er endalaust að læra að meta og vera þakklátur… það er bara ömurlegt fyrir þá sem maður metur og er þakklátur, hvað það tekur langann tíma… en sem betur fer styttist sá tími alltaf, hann styttist þegar nær dregur… endanum.
Takk mamma… og allir…
Gromit