Veika Kynið ?

Mikið rosalega er ég búinn að fá mig fullsaddan af þessari sífelldu umræðu um hvort kynið sé betra. Og eitt af því sem fer mest í taugarnar á mér við það er að kvenfólkið má segjast vera betri en karlmennirnir, án þess að vera álitnar kvenrembur.
Ef karlmaður myndi segja að karlkynið væri sterkara kynið, þá væri hann argasta karlremba og fífl.

Er ég, fyrir þær sakir að vera karlkyns, eitthvað verri en stelpur yfirhöfuð ? Nú býst ég við að margar stelpur og strákar myndu segja það. Það er ekkert þannig að annað kynið er sterkara en hitt, það eru til góðir strákar og það eru til góðar stelpur rétt eins og það eru til vondar stelpur og vondir strákar.
Að segja að annað kynið sé sterkara en hitt er eins og að segja að hvítir séu betri en svartir(engir kynþáttafordómar, bara taka dæmi) og það er einfaldlega rangt, hvítir eru ekkert betri en svartir og öfugt.

Fátt fer meira í taugarnar á mér heldur en stelpur/strákar sem þykjast vera betri en hitt kynið, það eru bara hræsnarar, ekkert flóknara en það. Og ef þið ætlið að fara að segja að þið séuð betri en hitt kynið, þá skal ég lofa ykkur að þið getið fundið einhvern af hinu kyninu sem er betri en þið sjálf sem EINSTAKLINGAR.

Ég var að lesa grein hérna á undan, og fólk virðist vera sammála um að kvenmannslíkaminn sé fallegri en karlmannslíkaminn.
Ég gæti heldur ekki verið meira sammála, stelpur eru með miklu fallegri líkama en strákar, algjört listaverk, en líkami stráka er “verkfæri”, við erum sterkbyggðari líkama en konur.

Bæði kynin hafa sína kosti og galla, og við verðum bara að lifa við það. Og svona eitt í lokin, ef þið kvenkynið eruð í raun betri en við, þá eru það við strákarnir sem fáum að njóta ykkar, og að því leyti erum við heppnari en þið. ;)




Þessi grein var skrifuð í flýti og gæti þessvegna innihaldið einhverjar stafsetningar og/eða málfræðivillur, þannig að þið verðið bara að afsaka það, ég hef aldrei skrifað grein á Hugi.is áður. :)