Það var laugardagskvöldið 20. apríl 2002 að tveir meðlimir í hljómsveitinni “Ljótur Hundur” voru handteknir. Öðrum var sleppt eftir langar yfirheirslur en hinn þurfti að gista fangageymslur lögreglunnar yfir nótt. Ekki er vitað með vissu hvað þeir félagar voru að bralla en eitthvað hefur heyrst talað um líkamsárás. Annar meðlimurinn er sagður hafa sagt lögreglu að grænn bíll hafi veist að honum og hann hafi einungis verið í sjálfsvörn. Engar af þessum sögum hafa veðir staðfestar, ég hef reynt að fiska eftir þessu frá meðlimum hljómsveitarinnar en þeir neita alfarið að tjá sig um málið. Að sögn lögreglu hefur ekki verið lögð fram formleg kæra á hendur þeim en það er aldrei að vita hvað gerist. Lögreglan sagði að þeir höfðu verið mjög ölvaðir þegar þeir voru teknir höndum, en þeir höfðu meðal annars komið við á Vegas og L.A. Café áður en meint handtaka fór fram.