Er fólk spennt fyrir þessu og tilbúið að spreða 8 þús kall í þetta?
Persónulega finnst mér þetta orðið algjört túrista fest og að Íslendingar sem að fara á þetta eru bara að rembast við að sína útlendingunum hvernig eigi að djamma. Svo sé ég ekki alveg pointið með að borga þennan aragrúa af peningum fyrir allar þessa íslensku hljómsveitir sem að maður getur séð flestar helgar frítt. Reyndar væri nú gaman að sjá Bloc Party en tími ekki 8 þús bara fyrir þá.
Svo finnst mér líka klúður að það eru oftast sömu Íslensku hljómsveitirnar ár eftir ár. Sumar eru að spila þarna 3 árið í röð. Finnst það klúður þar sem að það er svona rosalega mikið af góðum böndum sem að fá ekki tkifæri. Svo er líka talað um að þessi hátíð sé fyrir þau bönd sem að eru mest áberandi í Íslensku tónlistar lífi sem að er ekki bara satt, hljómsveitir eins og Nilfisk, Jeff Who og Jakobínarína eru ekki búnar að gera jack á þessu ári en komast samt inn. Svo rembast flest böndin við það að standa sig extra vel með það í huga að vera spottaðir. Finnst að maður ætti að leggja sig alltaf jafn mikið fram á hvaða tónleikum sem er.
Wizard Fight