út um allt land er fullt, fullt af bílskúrsböndum og alskyns öðrum hljómsveitum, landið flæðir í svona böndum. Sitt sýnist hverjum hversu góðar þær eru og leika þær allar mismunandi tegundir tónlistar, en sú hljómsveit sem mér finnst hafa verið hvað mest áberandi í umræðunni er hljómsveitin ljótur hundur, en margir þekkja hana sem hljómsveitina órangútarnir. Það sem mér þykir merkilegt við þessa hljómsveit er að nánast enginn hefur heyrt í henni eða veit hvernig tónlist hún spilar, heldur tala bara allir um hversu góð hún sé, eða hversu flippuð hún sé eða eitthvað þannig. Svo þegar maður spyr “nú, hefur þú séð þá spila?” þá kemur eitthvað “neehh…sko..þaddna…vinur minn….sagði..”
svo ég bara spyr, er einhver sem hefur séð þessa sveit spila? ef svo er hvernig tónlist spilar hún? ég er alltaf að heyra sögur en veit ekki hverju skal trúa…er satt að trompetleikarinn sé eitthvað klikkaður? er satt að hann hafi kveikt í hattinum sínum á tónleikum um daginn?