Það hefur ekki nokkur maður beðið mig um þetta en mig langar samt líka..lol

1.Killing Joke-Butcher.
Frábært lag af plötunni what´s THIS for…! frá 1981.Dásamlega þrúgandi andrúmsloft og magnaður texti sem er jafn gildur í dag eins og 1981,nánast forspár,“Out of the virus the immunity comes,crawling for oil,they were bleeding for gold”
2.Lhasa-My Name af disknum The Living Road.Þessi söngkona er hreint út sagt einstök,ef einhver hrífst ekki af þessu lagi,þá er viðkomand með hjarta úr grjóti!
3.Black Sabbath-Snowblind….massa lag með mögnuðu gítarriffi og góðum stíganda,ein af Sabbath´s bestu stundum.
4.Faith No More-Smaller And Smaller af disknum Angel Dust…grjóthart rock frá snillunum í FNM.
5.Stranglers-Sometimes af fyrstu plötu Stranglers,það er ekki annað hægt en að komast í stuð með þetta lag í hvínandi botni.
6.ÞEYR-Current…algjörlaga brilliant lag,greinileg undir miklum áhrifum frá Killing Joke,fyrsta Íslanska lagið sem ég man eftir þar sem röddinni er beitt eins og hljóðfæri.
7.HAM-Birth Of A Marination-einfaldlega yndislegt lag,Óttar Proppé fer á kostum.
8.Killing Joke-Blood On Your Hands…Bush,Blair og allir hinir stríðsglæpamennirnir fá á baukinn,réttilega svo…helv…aumingjarnir…“corruption at the highest level,man made Hell and a man made Devil!”
9.No Means No-Brother Rat…snilldar söngur frá brjáluðuðu bræðrunum frá Kanada þar sem þeir níða skóinn af hvor öðrum.
10.Tomahawk-Birdsong…enn ein snilldin frá Mike Patton og félögum í Tomahawk..og lagið er ekki um fuglasöng get ég lofað ykkur.

Reyndi að hafa ekki of þekkt lög á þessum lista,annars hefði hann orðið allt allt öðruvísi.