Núna hef ég ákveðið mig um hvaða plötur mér þóttu standa uppúr á síðasta ári. Mér finnst alltof snemmt að gera þetta í lok ársins, þar sem maður er ekki (ef maður er í vinnu eða skóla) búinn að fullmelta plöturnar sem maður þarf að hlusta á. Minn listi er allveganna svona:

1. The White Stripes - White Blood Cells
2. Radiohead - Amnesiac
3. Unwound - Leaves Turn Inside You
4. New Order - Get Ready
5. Mouse On Mars - Idiology
6. Fugazi - The Argument
7. Microphones - The Glow, Pt.2
8. System Of A Down - Toxicity
9. The Strokes - Is This It
10. Avalanches - Since I Left You

Hvað fannst ykkur um árið 2001 í tónlist? Mér persónulega finnst það ekki komast með tærnar þar sem árið 2000 var með hælana og er skemmst að minnast meistaraverka eins og Kid A, The Sophtware Slump (Grandaddy) og Relationship Of Command (At The Drive-In) frá árinu 2000 og eru þessar plötur allar betri en allt sem ég hef heyrt frá 2001. Hvernig eru ykkar listar?