Hvernig er það fílar enginn gamla og góða rokkið hérna? CCR er rokk eins það gerist best að mínu mati og líklega elsta tónlist sem ég hlusta á. Með John Fogerty í forystu eru þeir með frábæra smelli eins og: Bad moon rising, Proud mary, Down on the corner, Up around the bend og miklu fleiri smelli. Old fashion rokk eins og það gerist best. Þar sem ég er ekki nema 20 ára, eru ekki margir á mínum aldri sem þekkja þá, en þeir sem þekkja þá, fíla þá mjög vel, enda grípandi og góð tónlist. Alltof margir unglingar fara á mis við alla þessa gömlu og góðu tónlist, en ég reyni að hlusta á eins mikið gamalt rokk og ég kemst í, enda mikill áhugamaður um rokk og rokksögu.
Ég er ekki alveg með það á hreinu hvenær CCR voru að byrja, en ég er nokkuð viss um að þeir voru vinsælir “In the 70´s” og gott ef ekki “The 60´s” líka. Held að fyrst platan hafi komið út ´69. Annars væri fínt að fá einhverjar upplýsingar ef einhver hérna er fróður um þetta band.
Þið sem hafið ekki hlustað á CCR hafið misst af miklu og ég mæli eindregið með þessu bandi, enda er þetta klassískt rokk eins og það gerist best!