Góðan og blessaðan daginn.

Áðan fór ég og keypti mér diskinn sem Ókind var að gefa út, Heimsendi 18. Ég get ekki annað sagt en að þessi diskur sé bara hrein snilld. Ég fór á tónleika með þeim í Hinu Húsinu fyrir viku og eftir þá þá dýrkaði ég þá og beið spenntur eftir því að diskurinn þeirra kæmi. Diskurinn inniheldur 9 lög. Það er bara synd að diskurinn er meira svona í stittra lagi, þegar ég er búinn að hlusta á diskinn þá vill ég alltaf heyra meira, þannig að það eina sem ég hef að setja útá diskinn er það að hann er alltof stuttur. En allavega diskurinn inniheldur 9 lög, þau eru:

1. Snertið ekki málverkin
2. Ókind
3. 19:54
4. Hr. K
5. Petra
6. Síðasti endurskoðandinn á jörðinni
7. Hæna
8. Hraðbankar
9. Snýtubréf


Allavega.. ég mæli með þessum disk (ekki skamma mig ef þið fílið hann ekki :D), hann kostaði 2000kr slétt í 12 tónum, ég veit ekki með aðra staði.

Heimasíða Ókind: www.okind.tk