Síðasta hálmstráið féll að mínu mati þegar mér barst fréttabréf um að eini almennilegi rokktónlistarþátturinn sem komið hefur fram í Íslensku útvarpi s.l. 15 - Sýrður rjómi, væri að fara í sumarfrí! Andskotinn! Hvað á maður núna að hlusta á fram á haust! Röflið í mömmu!!! Kannski Karate veiti manni smásálarhjálp á X-inu. En mig langar að spyrja. Hversu mikinn halla þarf RÚV að sýna á rekstrarreikningi sínum til að mönnum detti til hugar að skipta um manninn í brúnni? Þar á ég við útvarpsstjórann. Hver er stuðpunkturinn? Er hann skilgreindur? Hann er allaveganna ekki við ÞRJÚÞÚSUNDMILLJÓNKRÓNA mínusmörkin!! Þeir eru meira að segja hættir að geta keypt Leiðarljósið (jökk!) sem flestar sjónvarpsstöðvar fá frítt með ef þau kaupa nokkrar bíómyndir og þætti. Getur hagræðingin orðið meira paþettikk?

Þó ég þekki Zúra manninn ekki neitt þá trúi ég ekki að hann vilji fara í 3 mánaða frí frá rokkinu. Farið þið í frí frá rokkinu?……..