Mig hafði lengi langað að eiga þennan disk en einhvernveginn hætti ég við að kaupa hann fyrir 2 árum og rakst ekki á hann aftur fyrr en úti á Ítalíu þar sem ég lét slag standa og keypti hann. Pabbi hefur alltaf verið mikill Pink Floyd aðdáandi og ég vissi líka að þessi diskur hafði verið í mörg mörg ár á Billboard 200 listanum og sett met. Þannig að það hlaut að vera eitthvað merkilegt við þennan disk.
Eftir eina hlustun fannst mér hann ekkert rosalega merkilegur en lét mig hafa að hlusta á hann nokkrum sinnum í viðbót. Eftir fjórðu hlustunina, BAMM, it hit me. Ég fattaði hversu mikil snilld þessi diskur er. Og varð hooked.
Það merkilega við þennan disk er að hann er allur eiginlega eitt langt lag. Maður setur ekki Dark Side of the Moon í og hlustar á eitt lag. Eða allavega geri ég það ekki. Diskurinn allur er eitt flæði og hann bara einhvernveginn rennur í gegnum mann. Þeir sem eiga hann vita hvað ég er að meina.
Þegar maður hugsar um eftirminnilegustu stundirnar á disknum þá koma upp í hugann t.d. byrjunin á Time; ótrúlega kröftug og gæsahúðarframleiðandi byrjun á lagi, bassalínan í Money; eitthvað sem allir kannast við og er mjög addictive, geðveikislegi hláturinn í Brain Damage og hellingur í viðbót.
Svo til að bæta einu skemmtilegu við þessa grein þá er ég líka nýbúinn að uppgötva The Wall og finnst hann vera frábær. Svo frábær er hann að í prófalestri er komin ný tímaeining; einn Wall.
T.d. las ég í tvo Wall undir frönskupróf í gær…

Zedlic