Boa Það eru ekki fáar sveitirnar sem að fara framhjá augum okkar Íslendinga, og er léttrokksveitin Boa er án efa ein þeirra. Ég hafði ekki heyrt minnst á hana fyrir stuttu, þegar ég heyrði lagið Duvet fyrir slysni, ef svo mætti segja.

Boa er bresk sveit, og var stofnuð árið 1993 af upprunalega trommuleikara sveitarinnar, Ed Herten, sem hafði spilað í böndum eins og “Delirious Groove”, þar sem hann fékk Paul Turrell (hljómborð), og “Draggin' Bones,” þaðan sem hann fékk bassaleikarann, Alex Caird. Gítarleikara sveitarinnar, sem þar að auki er söngvari hennar, Steve Rodgers, þekkti Ed síðan úr skóla, og þegar hann spurði Steve hvort hann vildi spila með í sveit sló sá aðspurði til.
“Fran,” eitt af lögum Eds, hafði kvensöngvara í chorus. Fengu þeir 16 ára systur Steves, Jasmine Rodgers, til þess að sjá um starfið. Hún söng nokkrum sinnum inn á lög, og var að lokum tekin algjörlega inn í bandið. Boa byrjaði reyndar sem Funk sveit, samkvæmt vefsíðu hljómsveitarinnar (tengill fyrir neðan), og var þá með Ben nokkurn Henderson á saxafón.
Fyrsta giggið þeirra var á skemmtistaðnum “The Forum” í London árið 1994, og þótti heppnast mjög vel. Um sumarið ákvað Ed að hætta í bandinu til þess að einbeita sér að náminu. Eftir árangurslausa leit að nýjum trommara sást enginn endi á trommaraleysinu, og annað gig var á næsta leiti. Alex leitaði þá í gamals trommara eins af sínum gömlu böndum, Lee Sullivan, og eftir nokkur heppileg gig var hann fastráðinn sem trommari bandsins.
Lee hafði stór áhrif á tónlistarstefnu bandsins, og breyttist það í heldur rokkaðra band en áður hafði. Ben skipti þá úr saxafóninum yfir í gítar.
Árið 1996 fékk Boa plötusamning frá japanska útgefandanum Polystar Records, sem að meðlimir sveitarinnar skrifuðu undir. Í desember sama ár tóku þau upp þrjú lög undir stjórn Darren Allison (sem meðal annars hefur unnið með Skunk Anansie). Lögin, “Twilight,” “Deeply” og “Elephant” voru öll á plötu sveitarinnar sem að var dreift í Japan árið 1998 undir nafninu “Race of a Thousand Camels”. Jasmine og Steve ferðuðust til Japan til þess að kynna plötuna, en Polystar bauð ekki öðrum meðlimum sveitarinnar til fyrrnefnds lands. Auk þess gaf hljómplötuútgáfan ekki út plötuna í Evrópu og Ameríku eins og samið var um. Lagið “Duvet” var gefið út sem smáskífa.
Í staðinn fyrir að gera einhvað meira til þess að hindra frama sveitarinnar ákvað Polystar að nota “Duvet” sem opnunarþema anime þáttanna Serial Experiments Lain. Þátturinn vann fjölda verðlauna í Japan og vakti mikla athygli á þeim stöðum sem hann var sýndur. Þökk sé þessu heillahöggi vakti hljómsveitin mikla athygli.
Árið 2000 hætti Ben í bandinu til þess að spila í hljómsveitinni “Moth”, og á sama ári fékk hljómsveitin samning um alþjóðlega dreifingu hjá Pioneer-USA. Ný plata bandsins, “Twilight,” innihélt flest lög sem “Race of a Thousand Camels” ásamt nokkrum nýjum lögum. Paul Turrell hætti svo í bandinu fyrir stuttu til þess að sinna eigin hagsmunum.

Heimildir: <a href="http://boaweb.co.uk“>The Official Boa Website</a>

Á síðunni er einnig hægt að nálgast lögin Duvet, Twilight og Deeply, ásamt hinu fínasta remixi af Duvet. Ég mæli sterklega með þessum lögum, sem mér finnst vera hinar hreinustu snilldir, ef svo má að orði komast.

”You say the drinking is better than a woman
And you say the thinking takes too much time
Well God save your children should you have them
For, to you, there's nothing if there's no wine"
Boa - Drinking

Villi