Ég held að það séu fleiri en ég sem eru orðnir dáldið þreyttir á að bíða eftir nýju plötu Sigur Rósar. Nú eru 3 ár liðin frá útkomu Ágætis byrjun og u.þ.b. 2 ár frá því að megnið af efni væntanlegrar plötu var svotil tilbúið.
Frá því að Ágætis byrjun kom út hafa strákarnir ekki verið mikið fyrir að spila efni af plötunni á tónleikum og einbeitt sér frekar að því að prófa nýtt efni. Ástæða þess segja þeir að þeir hafi fengið nóg af gamla efninu við upptökurnar og nýja efnið væri meira spennandi. Nú þegar 3 ár eru liðin má spyrja sig hvort þeir séu hreinlega ekki bara orðnir leiðir á “nýja” efninu áður en þeir klára að taka það upp og hvort þessi leiði skili sér inn á nýju plötuna, enda eru þeir farnir að spila ennþá nýrra efni núna sem kemur væntanlega á þarnæstu plötu.
Það má einnig spyrja sig afhverju þeir eru búnir að vera svo lengi að þessu. Þeir segja að þeir séu búnir að túra svo mikið að þeir hafi ekki haft tíma. Það er í rauninni kjaftæði því þeir eru búnir að taka örfáa túra í samanburði við önnur bönd sem eru á barmi heimsfrægðar… og ekki er það fullkomnunarárátta sem veldur seinkuninni, því þeir segja að nýja platan eigi að vera frekar hrá og nánast live (ekki eins falleg og Ágætis byrjun).
Við getum ekki beðið endalaust ef biðin er ekki til neins!