Hafa einhverjir af ykkur tekið eftir því hvað fólk verður snubbótt þegar þið eruð spurð: “hvernig tónlist fílarðu” og þú svarar: “Bara, rokk”?
Það er eins og fólk setji rokk í samhengi við eitthvað sem er slæmt frekar en að minnast alls þess sem rokkið hefur gert fyrir okkur! Hvar væri heimurinn ef Leo Fender hefði ekki fundið upp Telecasterinn, og ef Jim Morrison hefði haldið sig í kvikmyndaskólanum og ef John Lennon hefði neitað Paul McCartney um að vera með honum í hljómsveit og ef Kurt Cobain hefði aldrei byrjað að læra á gítar og ef Billy Corgan hefði reynt fyrir sér í annarri starfsgrein og ef Jimi Hendrix hefði farið að sendast með matvörur til farlama, gamalla kerlinga!?
Menning okkar jafnt í tónlist sem og á öðrum sviðum væri gjörsamlega sem vanþroska barn á leiðinni í útburð! Þetta lið sem hugsar svona, að rokk sé eitthvað slæmur hlutur að fíla verður að skilja það að ef ekki væri fyrir rokkið, þá væri lítið af öðrum tónlistarstefnum í dag!