Kreppukvöldin goðsagnakenndu halda áfram með látum í kvöld á bar11 (12. mars) og munu hljómsveitirnar Knights Templar og Foreign Monkeys troða upp og guðaveigarnar sem fyrr á tilboði.
Dyrnar opna kl 21:00.


Knigths Templar koma frá nokkrum stöðum á Vesturlandinu en æfa á Akranesi. Tónlistin er skilgreind sem Krem-Metal sem að er einhverskonar blanda af Metal/Rock/Blues. Getið tékkað á myspace hjá þeim og heyrt 4 demo af lögum sem eiga örugglega eftir að hljóma í kvöld.

Myspace


Foreign Monkeys koma frá Vestmanneyjum. Þeir fengu ágæta athygli eftir að þeir unnu Músiktilraunir árið 2006 og er eina hljómsveitin sem mér finnst hafa átt sigurinn skilið síðan ég byrjaði að fylgjast með tilraununum(fyrir utan auðvitað Agent Fresco). Samkvæmt myspace-inu þeirra spila þeir blöndu af Experimental/Tango/Thrash.

Myspace


Endilega mætið á kreppukvöld með þessum tveimur böndum.
Og það er að sjálfsögðu frítt inn.
Láttu sjá þig.