Vegna þess að enginn hefur skrifað neitt um þessa þriðju breiðskífu frá brillerunum í Creed hef ég ákveðið að skrifa um þessa nýjustu plötu þeirra sem kom reyndar út fyrir þónokkru (20 nóvember) sem kallast Weathered.

Áður en ég keypti mér þessa plötu sem ég er mjög ánægður með hafði ég bara heyrt My Sacrifice af henni sem hefur verið nauðgað út um allt (enda snilldar slagari) Það er líka þónokkur önnur frábær lög á þessum disk og þar tel ég aðallega one last breath, weathered, hide og stand here with me!

Það er því fátt annað hægt en að gefa þessari plötu fjórar og hálfa stjörnu af fimm mögulegum!



Svo hef ég spurningu til fólks hérna hvað það er svona mikið á móti þessari hljómsveit? Scott Stapp er einn allra besti söngvari nútímans, Mark Tremonti hefur unnið gítarleikari ársins af virtu tónlistarblaði og Scott Phillips er frábær trommari! Þessi hljómsveit er bara ein af þeim betri í bransanum í dag!

Lifi Creed
__________________________